01.11.2011 10:34

Wikipedia á villigötum



766. Þessa dagana er er að grúska í gömlum málum sem tengjast Siglufirsku tónlistarfólki frá því um miðja síðustu öld. Ég hef spjallað við margan sveitungann og mikið leitað fanga á óravíddum netsins. Wikipedia er einn þeirra staða sem ég lít gjarnan inn á, og þar hef ég oft margan fróðleiksmolann fundið. En nú brá svo við að ég gat ómögulega meðtekið með góðu móti í það minnsta eitt af því sem þar var að finna. Ef smellt er á lituðu og undirstrikuðu orðin, leiðir það okkur inn á tengdu síðurnar, en oftast reyndust þær galtómar blindgötur í þessu tilfelli

"Bjarki Árnason (fæddur 3. maí 1924, dáinn 15. janúar 1984).

Fæddur Þingeyingur, sjálfmenntaður harmonikkuleikari sem spilaði fyrir dansi í sinni heimasveit. Bjarki flutti til Siglufjarðar 1943 og bjó þar síðan. Hann starfaði fyrst að Hóli í Siglufirði, síðar sem byggingarmeistari og kaupmaður. Að Hóli samdi hann meðal annars Dísir vorsins 1943 og Hólasveinabrag, sem urðu fljótt mjög vinsæl og fóru um allt land sem "húsgangar" án þess þó að vera nokkurntíman hljóðrituð. Bjarki var vinsæll dansspilar á síldarárunum á Siglufirði og spilaði mikið, oftast undir sínu eigin nafni, einn eða með öðrum, svo sem Þórði Kristinssyni,Sæmundi JónssyniGuðmundi og Þórhalli Þorlákssonum (Gautar) og fleirum. Hann var þekktur hagyrðingur og liggur eftir hann mikið magn af gamanvísum og lausavísum, margar landskunanr. Um 1963 fer Bjarki að gera texta við ýmis lög fyrir karlakórinn Vísir til dæmis Okkar glaða söngvamál, Siglufjörður (lag og texti) og fleiri. Guðmundur Þorláksson (Gauti) sló svo í gegn með texta Bjarka, Sem lindin tær, við erlent lag.

Það er svo í kringum 1970 að þeir félagar Bjarki og Þórður Kristinsson leiða saman hesta sína að nýju, hefja ballspilamennsku og stofna upp úr því hljómsveitina Miðaldamenn ásamtMagnúsi Guðbrandssyni og Sturlaugi Kristjánssyni.

Á þeim árum semur Bjarki marga dægurlagatexta við erelend lög svo sem Mónika, Ævisaga, Vilt'ekki eiga mig, Kysstu mig og svo framvegis."


Undantekning var þó á því þegar ég smellti á nafn Magnúsar Guðbrandssonar því þá birtist eftirfarandi:


"Magnús Guðbrandsson (4. janúar 1896 - 23. október 1991) var skrifstofumaður og knattspyrnumaður með Val og Fram. [breyta]Ævi og störf

Magnús fæddist í Reykjavík, sonur Guðbrands Þórðarsonar skósmíðameistara og Katrínar Magnúsdóttur frá Syðra Langholti. Árið 1927 kvæntist hann Júlíönu Oddsdóttur frá Stykkishólmi. Magnús starfaði lengst af sem fulltrúi hjá Olíuverslun Íslands.

Magnús hóf að iðka knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Hvat, en það var ásamt Val og Haukum eitt þriggja félaga sem stofnuð voru innan KFUM. Var ætlun séra Friðriks Friðrikssonar að félögin myndu einungis leika innbyrðis, en ekki blanda sér í keppni við önnur knattspyrnufélög.

Svo fór að leikmenn Hvats gengu til liðs við Val og varð Magnús snemma einn öflugasti leikmaður liðsins. Árið 1918 var hann kjörinn formaður félagsins og lék með fyrsta úrvalsliði Íslendinga gegn danska liðinu Akademisk Boldklub sumarið 1919.

Um þær mundir fór verulega að halla undan fæti hjá Valsmönnum. Liðið dró sig út úr Íslandsmótinu 1919 og tók ekki þátt næstu þrjú árin. Magnús gekk þá til liðs við Framara og varð Íslandsmeistari undir þeirra merkjum árin 19221923 og 1925."


Mér þykir alveg morgunljóst að hér hefur einhver tekið skakka vinkuilbeygju og það jafnvel fyrir horn í hvassviðri. Fróðlegt væri að vita hver á heiðurinn eða öllu heldur skömmina af þessari uppsetningu. Síðast hitti ég Magnús á árshátíð Siglfirðingafélagsins fyrir rúmri viku síðan og þá var hann hinn hressasti.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495500
Samtals gestir: 54624
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 10:50:13
clockhere

Tenglar

Eldra efni