Setjum okkur í stellingar, látum hugann reika og styðjum fingrum á lyklaborðið. Finnum okkur í hugsuninni og látum skrýtnu táknin streyma frá okkur sem mynda orðin á skjánum, við notum til að tjá okkur með og höfum lært að skilja allt frá barnæsku.
768. Þessi mynd hefur verið talsvert á ferðinni á netinu að undanförnu, enda meira en lítið skondin. Segja má að þarna sé hinn eini sanni Tvíhöfði kominn sem virikilega stendur undir nafni. Ég horfði lengi á hana áður en ég áttaði mig á hvernig var í pottinn búið, því fyrst fannst mér hún einfaldega vera klippt í sundur á hálf bjánalegan hátt. - Eða jafnvel hálfbjána-legan hátt.