09.11.2011 06:06

Keimlík skjaldarmerki

                      

769. Það er ekki laust við að svolítill svipur sé með þessum tveimur skjaldarmerkjum, enda má segja að þau séu bæði skyld og tengd. 

Merkið vinstra megin er bæjarmerki Aabenraa, frænda okkar í Danmörku. En sá bær stendur við samnefndan fjörð á Jótlandi austanverðu, skammt fyrir norðan Þýsku landamærin. Aðal atvinnuvegur bæjarbúa hefur lengst af verið sjósókn og þar er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi. Á skjaldarmerkinu er mynd af  þremur uppsjávarfiskum sem í þeirra tilfelli er makríll. 

Merkið hægra megin kemur líklega flestum mun kunnuglegar fyrir sjónir, því það hefur verið skjaldarmerki Siglfirðinga í all nokkra áratugi og er teiknað af Sigurði Gunnlaugssyni.

Okkar bær stendur einnig við samnefndan fjörð, atvinnuvegur bæjarbúa hefur lengst af verið sjósókn og þar er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi. Á skjaldarmerkinu er líka mynd af  þremur uppsjávarfiskum sem í okkar tilfelli er síld.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496013
Samtals gestir: 54737
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 19:10:33
clockhere

Tenglar

Eldra efni