15.12.2011 10:12
Fleiri fiskamerki

785. Fyrir nokkru
voru hér til skoðunar hin keimlíku bæjarmerki Siglufjarðar og Aabenraa í
Danmörku, og velt upp ýmsum einkennum þessara bæja sem eiga sér fleira
sameiginlegt en virðist við fyrstu sýn. Því má svo bæta við að tengslin eru enn
meiri en þar kom fram, því nýjasta innleggið í þá umræðu er að sá ágæti "Siglfirðingur
og Dani í bland" Aage Johansen mjólkurfræðingur, er fæddur og uppalinn í
nærsveitum Aabenraa.
Fyrri umfjöllun er á http://leor.123.is/blog/2011/11/09/550299/
En það eru
greinilega fleiri fiskar í sjónum sem hafa einnig ratað í merki danskra þéttbýlisstaða. Baldur
Árnason (bróðir Halla Árna í Sparisjóðnum) hafði samband við mig á dögunum og benti mér á
bæjarmerki Nibe sem er lítið þorp við Limafjörð á Norður-Jótlandi. Það merki virðist þó
ekki hafa eins fastmótað og niðurnjörvað form og yfirleitt gerist, því er til í nokkrum tilbrigðum eins og
sjá má hér að neðan.





Skrifað af LRÓ.