16.12.2011 00:04
Á Síldarballi 1988
786. Ég rakst á þessa mynd í Afmælisriti Siglfirðinafélagsins sem kom út í haust þar sem fór frekar lítið fyrir henni. Reyndar svo lítið að ég tók ekki eftir henni fyrr en ég hafði flett nokkrum sinnum í gegn um blaðið. Hún hefur líklega verið tekin á Siglfirðingaballi í Félagsheimili Seltirninga um vorið 1988, en þá var safnað í Siglufjarðarband til að koma fram með nokkur lög. Á myndina vantar því miður Selmu Hauks sem hefði gert myndina mun áferðarfallegri.
En fyrir utan þann sem þetta ritar
og situr við rauðu Farfisuna, eru þarna talið til hægri; Biggi Inga, Gummi
Ragnars og Maggi Guðbrands. Þetta var sama samsetning og skipaði Miðaldamenn
árið 1978. Þá var
Aðalhljómsveitin sem spilaði
á ballinu var þó ekki með öllu laus við Siglfirðinga, því trommuleikarinn í
henni var enginn annar en Hallvarður S. Óskarsson. Auk hans spilaði Árni
Ísaksson (síðar veiðimálastjóri) á orgel og Halldór Kristinsson (Tempó, Þrjú á
palli) á gítar. Það tríó hafði spilað saman í fáein ár, en var
u.þ.b. að leysast upp af ýmsum ástæðum. Skömmu síðar hringdi Hallvarður í mig
og við stofnuðum Vana Menn um haustið ásamt Eyþóri Stefánssyni sem hafði þá
spilað mörg ár á gítar með Ragga Bjarna.
"Síldargínan" sem er reyndar
einfætt þó ekki beri mikið á því, var yfirleitt til staðar á
Siglfirðingaböllunum hér áður fyrr, en lítið hefur sést til hennar á nýrri öld.
Spurning hvort einhver veit um afdrif hennar.