21.12.2011 01:04

Desemberdvöl á Sigló

                       

787. Ég dvaldi á Siglufirði megnið af fyrri hluta desembermánaðar og kom ekki til Hafnarfjarðar fyrr en föstudaginn þann sextánda. Til stóð að sinna ýmsum málum bæði utan dyra og innan, en veðurguðirnir settu mér sem og öðrum stólinn svo rækilega fyrir dyrnar, að einungis var annar þessara tveggja kosta raunverulega í boði. Myndin hér að ofan er því eins konar skýringarmynd sem réttlætir að mínu mati innipúkaskapinn fullkomlega, en hún segir í ískaldri þögn sinni allt um veðurfarið sem breyttist sáralítið dag frá degi.

Það hefur myndast sú hefð síðustu árin að Siglufjörður er alltaf heimsóttur í desember, hvernig sem viðrar og eiginlega hvernig sem á stendur. Fyrir utan að gera höfuðstöðvarnar nyrðra örlítið jólalegar, hitta Jón Hólm vegna leiðikrossamála og slaka á í næstum því algjörri einveru megnið af tímanum, var auðvitað hitt og þetta sem þurfti að sinna eins og gengur. Nokkrir naglar hér, skrúfur þar, málbandi var brugðið á loft og jafnvel kúbeini á einum stað.

En mest var þó setið við tölvuna og unnið að gæluverkefni sem á svo gott sem hug minn allan um þessar mundir. Myndina hér að neðan tók ég rétt áður en ég lagði af stað suður yfir heiðar, en það var eins og áður sagði; föstudaginn sextánda sem var skásti dagurinn veðurfarslega séð í talsverðan tíma.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496670
Samtals gestir: 54802
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:28:03
clockhere

Tenglar

Eldra efni