25.12.2011 10:28

Jólin 2011


788. Það eru aftur komin jól, aðfangadagur er að baki og því búið að opna alla pakka. Enginn í mínum húsum fékk spjaldtölvu sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hafði spáð að yrði jólagjöfin í ár, en hins vegar talsvert af bókum. Reyndar hef ég ekki heyrt um neinn enn þá sem fékk spjaldtölvu í jólagjöf sem kemur mér ekkert sérlega mikið á óvart. - En aftur að bókunum. Í ár fékk ég fjórar bækur sem toppaði árið í fyrra þegar ég fékk þrjár, en þar á undan hafði ég varla fengið bók í einhverja áratugi. Man ekki einu sinni hvað marga. Það sem er einkennandi fyrir þær er hvernig tenging þeirra liggur í gegn um umfjöllunarefnið og hvar atburðarrásin á sér rætur eða stað. Ætli það sé ekki svipað ástatt með marga sveitunga mina um þessar mundir. Það hefur nefnilega verið óvenjumikil útgáfa bóka þar sem höfundar eru siglfirskir, viðfangsefnið er síldarbærinn eða persónur honum tengdar. Ég spái og vona að framhald verði á.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589301
Samtals gestir: 60005
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:37:15
clockhere

Tenglar

Eldra efni