10.01.2012 12:58
Nánar um það síðar
791. Óvenju lítill tími
hefur gefist til skrifa á þessu vefsvæði undanfarna daga, því sitthvað er og
hefur verið í bígerð sem þarfnast tímafrekrar undirbúningsvinnu. Þessa dagana
er verið að leita að og safna saman ýmis konar hlutum sem nauðsynlegar eru til
verslunarreksturs, svo sem notuðum búðarkassa, hillum og ýmis konar innréttingum
fyrir verslun, borðum, stólum, auk ýmis konar smærri hluta og nauðsynlegs útbúnaðar.
Flest notað og heldur af ódýrara taginu, en nánar um það síðar.
Einhvern tíma fyrir margt
löngu síðan, setti ég mér það markmið ef markmið mætti kalla, að blogga 1000
pistla á einhverju ótilgreindu tímabili, láta það gott heita á þeim vettvangi
og finna mér eftir það eitthvað annað til dægrastyttingar, sem áhugamál eða til
afþreyingar. Samkvæmt þeirri áætlun eru því eftir 209 færslur sem miðað við
Þeir félagarnir og kanínubændurnir Gulli og Konni hafa verið að fást við angórukanínurækt síðan í haust, og er komið að rakstri númer tvö nú í janúar. Nýlega fékk ég að verða þeim drengjum samferða og fylgjast með þegar þeir fóru að gefa, og barði þá dýrðina augum í fyrsta sinn. Bústofninn er ekki stór enn sem komið er, aðeins fjórar kanínur. Breyting verður þó á því innan tíðar því ein kanínan hefur gildnað mjög að undanförnu. Þá er einnig líklegt að núverandi húsnæði fari að verða of lítið fyrir "reksturinn" ef fram heldur sem horfir og ef eitthvert sannleikskorn felst í orðtakinu "að fjölga sér eins og kanínur". Ég hafði myndavélina upp á vasann í túrnum þó það verði sífellt fátíðara og læt svolítið sýnishorn af " stafrænum afrakstri" mínum fylgja með hér að neðan. En eins og með sumt annað um þessar mundir; - nánar um það síðar.