21.01.2012 01:32

Vax


794. Einu sinni hélt ég að allar stelpur (eða konur) væru svo yfirgengilega vandaðar til munns og handa, eða orðs og æðis að þær segðu varla nokkurn tíma nokkuð sem mætti misskilja eða gæti talist tvírætt. Hvað þá beinskeytt, afgerandi og ögrandi. Það væri einfaldlega í þeirra eðli að vera settlegar og dömulegar í hvívetna, slíkt væri óumbreytanlegt og andstætt öllum þekktum sem óþekktum lögmálum og regluverki.

"Dömur prumpa ekki, (en roðna ef þær heyra aðra gera það)" var frasi sem gekk hérna um árið og rennir að mínu mati stoðum undir þessa fyrrverandi skoðun mina.

"Döpur er dráttlaus kona" er annar, en það var sérstaklega tekið fram að hann hafi verið uppdiktaður af karli. Það passar auðvitað mjög vel, því karlar bregðast yfirleitt allt öðru vísi við dráttleysi og fylgir því sjaldnast mikil depurð, heldur bregðast þeir gjarnan ókvæða við og láta ófriðlega ef fiðringurinn neðan þindar verður full mikill að þeirra mati og útrásarmöguleikar e.t.v. litlir sem engir.

En ég segi "fyrrverandi skoðun", því nýlega áttaði ég mig á að það er sennilega mun minni munur á kynjunum en ég hafði alla tíð gert mér grein fyrir. Þá á ég við allan heila pakkann, þ.e. hvernig þau hugsa, tala og jafnvel framkvæma. Hin endanlega ástæða þess að ég skipti um skoðun er sú að ég rakst á reynslusögu konu á netinu sem mér fannst tala og tjá sig miklu frekar eins og draugfullur sjóræningi, en einhver sykursætt og sakleysislegt meyjarblóm. Mig hafði lengi grunað eitt og annað í þessa veru, en núna var ég kominn með grjótharða og afgerandi sönnun fyrir að svo reyndist vera. Ég geri ráð fyrir að umræddur pistil hafi farið víða um netheima og margir hafi stautaðsig í gen um hann, en fyrir hina læt ég hann fylgja hér að neðan.

-

Kvöldið var sem hvert annað venjulegt kvöld í miðri viku. Ég kom heim, eldaði kvöldmat, vaskaði upp og vafraði aðeins á netinu. Svo sló einni hugmynd niður í kollinn á mér... hugmynd sem átti eftir að skilja eftir sig sársaukafullar minningar það sem eftir væri:

"Kannski ætti ég aðeins að grípa í vaxið sem liggur í skápnum í baðherberginu."

Hálfnað verk þá hafið er! Fram á baðherbergi!

Þetta var eitt af þessu "kalda vaxi" þið vitið, þetta sem fæst í strimlum í apótekunum. Við erum ekkert að tala um að bræða heilan vaxklump, þú hitar bara strimlana með að nudda þeim saman, síðan skilur þú þá að og klessir þeim á fótleggina (eða þar sem þú hefur þörf fyrir að fjarlægja óvelkomin hár), þar á eftir rífur þú strimlana af og voila! Ekkert mál fyrir Jón Pál. Ég meina, hversu erfitt getur þetta verið? Ég er kannski ekkert gáfnaljós, en ég tel mig þó nógu vel gefna til að geta fundið út þessu.

(EN EKKI HVAÐ?)

Jæja, ég þreif einn strimilinn úr kassanum. Þetta voru sem sagt tveir strimlar sem sneru vaxhliðinni að hvorum öðrum, þannig að þeir voru áfastir. Í stað þess að hita þá í höndunum með því að nudda þeim saman, þá var ég svo klár að ná í hárþurrkuna mína. Ég hitaði strimlana á 1000 wöttum. (Kalt vax? Hah!)

Að því loknu setti ég strimlana á innanvert lærið, hélt við með annarri hendinni og reif strimilinn af. Það virkaði!

Ókei, þetta var ekki það besta sem ég hef upplifað, en heldur ekki það versta.

Ég get þetta fjandinn hafi það! Ég er kvendjöfull! Ég lýsi hér með yfir stríði gegn líkamshárum og er aðalgúrinn um það hvernig öðlast skal skínandi mjúka húð!

Ég fikra mig í norðurátt með næsta vaxstrimil.

Ég fleygi brókunum á gólfið og kem öðrum fætinum fyrir ofan á klósettinu.

Svo nota ég sömu aðferðir - legg vax strimilinn við bikinilínuna þannig að strimillinn þekur hú-ha-ið mitt (lesist; "hún" sem má ekki nefna).

Strimillinn nær alla leið frá hú-ha-inu til innanverðrar rasskinnarinnar (þetta var frekar langur strimill), ég dreg andann djúpt og ríf í strimilinn!

RRRRRRRRÍÍÍÍÍ....FFFFFFFF!!!!!!!!!!!

Ég er blind! Blinduð af sársauka!!! Ááááá..aaaaandskotinn sjálfur? (!)

Ég fæ sjónina aftur.

Ég tek eftir því að ég reif bara helminginn af strimlinum af. *@!#$!

Ég dreg andann djúp aftur og RRRÍÍÍÍFFF!

Allt hringsnýst og svartar doppur dansa fyrir augunum á mér.

Getur verið að það sé að líða yfir mig?

Verð að halda jafnvægi? Verð að halda jafnvægi!

Heyri ég trommuslátt?

Anda inn - anda út! & helvxxxx!

Ég vil sjá minjagripinn minn? Vaxstrimilinn sem hefur valdið mér svo miklum sársauka, fullan af hári.

Ég vil vera böðuð sigurljóma baráttu minnar gegn líkamshári! Ég lyfti strimlinum upp svo ég geti skoðað hann betur.

Ekki eitt einasta hár sjáanlegt.

Hvar er hárið? HVAR ER VAXIÐ???

Ég þori varla að líta niður, en geri það ofurhægt, enn með fótinn ofan á klósettinu (sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur góðir hálsar?).

Ég get séð hárið. Hárið sem ætti að vera á strimlinum? Það er ekki á strimlinum. Ég þreifa varlega. Fingurnir nema vaxið. ég káfa á viðkvæmasta stað líkama míns sem nú er þakinn köldu vaxi. og hári?

Svo geri ég önnur STÓR mistök.

Ég man skyndilega að ég stend enn klofvega við klósettið.

Ég þarf að gera eitthvað svo ég tek fótinn niður.

Allt lokast!

Rassgatið á mér er límt saman! Algjörlega, gjörsamlega lok lok og læs og allt í stáli lokað!

Ég labba eins og mörgæs hring eftir hring í baðherberginu - og reyni að finna út úr því hvað ég get gert í þessu. Ég hugsa örvæntingarfull: "Plís, bara að mér verði ekki mál að skíta núna, því annars mun hausinn á mér sennilega fljúga af!"

Hvað get ég gert til að bræða vaxið?

Heitt vatn!

Heitt vatn bræðir vaxið.

Ég fylli baðkarið af eins heitu vatni og hægt er. Nú getur vaxið bráðnað og ég get fjarlægt það varlega, er það ekki? RANGT!

Ég læt mig síga ofan í baðkarið - vatnið var bara aðeins heitara en það sem maður er vanur að nota til að kvelja stríðsfanga.

Ég sest niður.

Það eina sem er verra en að láta kjallarasvæðið bráðna fast saman er þegar kjallarasvæðið bráðnar eins og það leggur sig.

Bráðnuð fast við botninn á baðkarinu - í sjóðandi heitu vatni. Og vaxið bráðnar ekki einu sinni af!

Nú var ég orðinn svo límd við botninn á baðkarinu, að ég hefði ekki getað gert betur þó ég hefði steypt mig fasta við postulínið! Í huganum þakkaði ég guði fyrir manninn sem hafði sannfært mig um það að það væri mjög góð hugmynd að hafa síma inni á baðherberginu!

Ég hringi til vinkonu minnar því ég er viss um að hún þekkir til leyndardómsins um það hvernig hægt er að losna úr kringumstæðum sem þessum.

Er ekki þetta ekki örugglega góður máti að byrja símtöl á? "Uhh, rassgatið mitt og hú-ha-ið mitt eru límd við botninn á baðkarinu!"

Það kom stutt þögn. Vinkona mín þekkti ekki til leyndardómsins hvernig hægt væri að losna úr vandkvæðum sem þessum né vissi hún hvernig hægt væri að fiffa þetta. Og ekki nóg með það, þá reyndi hún ekki einu sinni að fela það að hún væri í hláturskasti!

Hún vildi vita nákvæmlega hvar vaxið væri staðsett; "erum við að tala um rasskinnarnar, boruna eða hú-ha-ið? Hún veinar úr hlátri. Ég heyri í henni.

Ég gef henni stuttu útgáfuna af hrakförum mínum og hún stingur upp á því að ég hringi í númerið utan á öskjunni af strimlunum.

Já!!! Einmitt!!!

Eins og ég hefði áhuga á að vera aðhlátursefni kvöldsins hjá fleirum!

Á meðan við reynum að finna út úr þessu, þá reyni ég að ná vaxinu af með dömurakvél. Ekkert er þægilegra en að hafa kvenleika minn þakinn heitu vaxi, hú-ha-ið mitt límt saman, sitjandi í brennheitu baðvatni, með rassgatið límt við botninn og nota fjxxxx rakvélina.

Nú virkar heili minn ekki lengur, sjálfsvirðing mín er fokin út í buskann og ég er handviss um að ég þurfi áfallahjálp og sálfræðing sem sérhæfir sig í áfalla- og streituröskun eftir þetta ævintýri.

Vinkona mín lætur móðan mása þegar ég kom auga á björgun mína! Kremið sem maður á að nota til að fjarlægja leifarnar af vaxinu.

Ég meina - ég hef engu að tapa - eða hvað? Ég maka kreminu á og.... "ANDSKOTANS, HELVÍTIS, DJÖFULSINS DJÖFULL!"

Öskrin vöktu eflaust allt hverfið og hræddi líftóruna úr vinkonu minni. Þetta er svoooooo VONT, en mér er alveg sama.

ÞETTA VIRKAR! ÞETTA VIRKAR!

Vinkona mín óskar mér til hamingju og við leggjum á. Ég fjarlægi afganginn af vaxinu þegar ég, mér til mikillar óhamingju, kem auga á.

HÁRIÐ SITUR FJANDANUM HAFI ÞAÐ ENNÞÁ FAST Á SÍNUM STAÐ. HVERT EITT OG EINASTA!

Nú er mér orðið svo skítsama um allt að ég raka allt af. Djö!*"#"%$, það sem ég er aum í klofinu núna. Og dofin. Svo dofin að ég gæti sennilega aflimað sjálfa mig án þess að finna fyrir því.

Í næstu viku ætla ég svo að lita á mér hárið.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni