27.01.2012 23:13

Vetur í bæ

 795. Stundum er sagt að þegar við verðum uppiskroppa með umræðuefni, sé þó alltaf hægt að tala um veðrið. Það þarf líklega ekki að verða kjaftstopp til að veðrið beri á góma þessa dagana, því svo rysjótt hefur það verið að með ólíkindum verður að teljast.

Í dag er allt í svelli, bleytu og krapi og snjóskaflar gærdagsins hafa sigið saman líkt og úr þeim sé allur vindur. Ökumenn lenda víða í vandræðum með bíla sína sem hafa bleytt sig í risastórum tjörnum á götunum, þar sem niðurföllin eru stífluð eða taka illa við öllu því vatnsmagni sem til fellur.

Í gær voru vandræðin af öðrum toga en þó af völdum sama efnis, þ.e. vatnsins sem þá var aðeins í svolítið fastara og svalara formi. Á þriðjudaginn þegar ég var að erindast í bænum, hafði ég myndavélina upp á vasann. 













Og þar eru víðar skrýtnir fuglar en við tjörnina í Reykjavík, en ég við taka það skýrt fram að þar á ég ekki við myndefnið á neðstu myndinni. Það var farið að skyggja og ég var á heimleið þegar ég rakst á ágætan kunningja minn Hebba Guðmunds stórsöngvara sem minnti mig á að kjósa rétt í Júrvisjóninu á laugardaginn.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589301
Samtals gestir: 60005
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:37:15
clockhere

Tenglar

Eldra efni