31.01.2012 10:33

Hundadráparinn á Þingeyri



796. Rannsókn hundadrápsmálsins á Þingeyri mun vera lokið, en hræ af hundi fannst bundið við tvö dekk á BMW felgum í Þingeyraröfn snemma í desember sl. Fætur hundsins höfðu verið bundnir saman og hálsól hans síðan við dekkin.

"Siggi er búin að játa" sagði heimildamaður minn, en þorpsbúar hafa fæstir talið sig vera í miklum vafa um hver gerðarmaðurinn var, allt frá því að atburðurinn átti sér stað. Sá er aðfluttur og hefur ekki búið mjög lengi í bænum, en mun hafa farið víða og yfirleitt staldrað stutt við á hverjum stað. Hann ásamt sambýliskonu sinni hefur tekið að sér hunda í pössum, en einnig hunda sem eigendur hafa viljað láta frá sér. Fjölmargar kvartanir munu hafa borist lögreglu og dýralækni vestra, en lítið virðist hafa verið aðhafst þar til nú. Þá hafa fleiri hræ af hundum fundist á undanförnum mánuðum sem hafa verið skilin eftir m.a. í fjörunni utan við Þingeyri, en engum sögum fer af rannsókn þeirra.

Ekki veit ég hver refsiramminn er við þessu broti, en það verður fróðlegt að fylgjast með málalokum.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni