24.03.2012 22:25

Hver er þessi gamli kall?


809. Ég vissi satt best að segja ekki alveg hvernig ég ætti að svara spurningunni sem einn afkomandi minn varpaði fram meðan á sýningu þáttarins "Hljómsklálans" stóð.

"Hvaða gamli kall er að spila þarna með Jet Black Joe"?

"Þetta er hann Maggi Kjartans" svaraði ég eftir að ég hafði jafnað mig svolítið.

Ég velti fyrir mér hvort þessi þekkingarskortur væri einungis bundinn við Júdasarforingjann.

"Kannastu ekki við hljómsveitina Júdas"?

"Aldrei heyrt hana nefnda" var svarið.

"Trúbrot"?

"Kannast við nafnið".

"Shady Owens"?

"Ekki viss".

"Haukar"?

"Ekki séns".

"Flowers"?

"Aldrei".

"Dátar"?

"Glætan".

"Ævintýri"?

"Hvað er nú það"?

Nú liggur fyrir að á heimilinu verði haldið a.m.k. þriggja vikna námskeið til að byrja með í hagnýtum poppfræðum og eftir á að hyggja...

...þá er þetta líklega allt saman mér að kenna.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 620
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589593
Samtals gestir: 60038
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:58:48
clockhere

Tenglar

Eldra efni