28.03.2012 11:26
Nokkur orð um þjónustufyrirtækið Bílaraf
810. Undanfarið hef ég
ítrekað orðið var við einhverjar leiðinda rafmagnstruflanir í bílnum mínum sem
hafa ágerst með tímanum og ég fór því með hann á verkstæði. Eftir að hafa lýst
vandræðum mínum (og bílsins) fyrir eiganda verkstæðisins, klóraði hann sér
svolítið vandræðalega í hnakkanum og það mynduðust fíngerðar áhyggjuhrukkur á
enninu.
"Sko við hérna erum svolítið
mikið af gamla skólanum og erum helv. góðir í að
Ég skildi svo sem alveg afstöðu
hans til verkefnisins, veit vel að rafmagnsbilanir og slit snertiflata úr málmi
eru í eðli sínu gjörólík mál, þakkaði fyrir spjallið og fór á næsta verkstæði.
Þar voru svörin á mjög svipuðum nótum, en þó var fallist á með semingi að kíkja
í það minnsta aðeins á málið eftir svolítla ýtni af minni hálfu. Daginn eftir
var hringt í mig.
"Þú mátt sækja bílinn, ég er
búinn að liggja í honum í allan morgun og finn ekki neitt. Þú verður að fara
með hann á verkstæði þar sem menn eru aðallega að fást við bílarafmagn. Prófaðu
Bíljöfur eða Bílaraf".
Ég fór með bílinn í Bílaraf sem
er í göngufæri frá heimili mínu. Þar var mér ágætlega tekið og mér fannst
einhvern vegin á manninum á bak við deskinn, að þetta gæti varla verið svo mjög
flókið mál. Daginn eftir heyrði ég ekkert frá Bílaraf, en daginn þar á eftir
var hringt.
"Þú mátt endilega sækja
bílinn þinn. Við erum búnir að kíkja á þetta og okkur líst ekkert á þessa
bilun. Við viljum alls ekki taka þetta verkefni að okkur. Þú þarft ekkert að
borga, komdu bara, náðu í hann og farðu með hann".
Ég varð svo klumsa að ég
vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að svara manninum í símanum. En ég náði í
bílinn og í gær birtist ég aftur hjá bifvélavirkja númer tvö. Hann leit upp,
glotti út í annað og spurði:
"Og sit ég þá uppi með þig"?