05.04.2012 00:13
Teflon heilkennið
811. "Það er lítið að gerast á þessari síðu nú orðið".
"Já, skrifarinn er orðinn ansi gamall og þreytulegur".
"Og svolítið grár og gugginn að sjá".
"Kannski er hann farinn í páskafrí á heimaslóðir".
"Nei, nei, hann á líklega ekki fyrir bensíni norður á Sigló, það gerir kreppan, Hahaha".
"Kannski er hann alveg þurrausinn innan frá, eða þjáist af ritstíflu"?
"Jú, jú, jafnvel slæmu tilfelli og búinn að segja allt sem hann hefur að segja um dagana og sumt meira að segja tvisvar eða þrisvar".
"Bara 70 gestir í gær"
"Já, fámennt en góðmennt. Alla vega erum við hér".
"Sumir verða nú svolítið tæpir í kollinum með aldrinum".
"Já og það er eins og heilinn teflonhúðist".
"Hvað er teflon"?
"Það er eitthvað sem ekkert tollir við".
"Nú já, svoleiðis".
"Um hvað varstu annast að spyrja"?
"Teflon".
Skrifað af LRÓ.