10.06.2012 05:28
Sýning á Gróttumyndum
821. Grótta telst vera eyja á okkar dögum og hefur gert það síðast liðin 200 árin eða svo, en þannig mun það ekki alltaf hafa verið því hún var áður landfastur hluti af Seltjarnarnesinu. Hún er nú tengd er við land af mjóum granda sem fer á kaf á flóði og þarf því að sæta sjávarföllum til að komast frá og til lands. Þessi breyting hafa komið til vegna verulegs landsigs og aukins sjávargangs vegna þess, en einnig mun mikið landbrot hafa orðið í Básendaflóðunum miklu árið 1799. Eftir þau var Grótta sem áður taldist hin mesta kostajörð, því sm næst óbyggileg.
-
Á vef Seltjarnarneskauptaðar má lesa eftirfarandi:
"Aðfaranótt 9. janúar brá til útsuðuráttar um allt Suður- og Vesturland, með þeim býsnum, sem fæstir höfðu áður lifað. Um öll Suðurnes, allt austur að Eyrarbakka, gerði feikna hafrót og stórflóð sem olli gífurlegum skemmdum. Básendakauptún á Miðnesi lagðist af með öllu, því að sjór og veður braut þar öll bæjar og verslunarhús, fékk kaupmaðurinn með naumindum forðað lífi sínu og fjölskyldu sinnar að Stafnesi. Fiskgarðar og túngarðar þar syðra sópuðust heim á tún, sumstaðar tók jafnvel af túnin, skipauppsátur og brunnar. Tvær kirkjur fuku, Hvalneskirkja og og kirkjan að Nesi við Seltjörn sem sögð hafa fokið í heilu lagi af grunni sínum. Á Seltjarnarnesi gerði óveður þetta mikinn usla og olli miklum skemmdum. Um 18 skip og minni róðrarbátar brotnuðu, svo að sum fóru í spón, en önnur löskuðust svo, að ekki gátu sjófær talist. Fyrir innan Lambastaði gekk sjór yfir þvert nesið milli Skerjafjarðar og Eiðsvíkur, svo að ekki var fært mönnum né hestum. Er haft eftir jafnathugulum heimildarmanni og biskupinum á Lambastöðum, að 5 álnum hefði sjór gengið hærra, þverhníptu máli, en í öðrum stórstraumsflóðum. Í Örfirisey spilltist land svo af sand og malarburði, að eyjan mátti lítt byggileg teljast, enda lögðust býli þar úti í eyði.
-
Frá Gróttu mun áður fyrr hafa verið talsvert útræði og eitt sinn þegar skip fórst við Gróttutanga varð til eftirfarandi vísa.
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
-
Viti var fyrst reistur í Gróttu árið 1897 og varð Þorvarður Einarsson vitavörður þar, en hann og kona hans Guðrún Jónsdóttir hófu þar búskap árið 1895. Í tíð þeirra var túnið stækkað til muna, en sjór braut land og brotnaði úr sjógarði þar veturinn 1926 -27 en hann var þá hlaðinn myndarlega upp aftur. Síðar var svo ekið stórgrýti á grandann milli Snoppu og Gróttu til að verja hann frekari niðurbroti. Er Þorvarður lést 1931 tók sonur hans Jón Albert (1910-1973) við vitavörslunni og gengdi þeim starfa til dauðadags, en hann drukknaði í róðri 12. júní 1970. Albert stundaði mest sjó á meðan hann bjó í eynni en hafði lítilsháttar búskap með útgerðinni.
Nýr viti var reistur í Gróttu eftir síðari heimstyrjöld, allnokkru austar en gamli vitinn og voru ljós nýja vitans tendruð í nóvember 1947. Lendingaraðstaða í eynni var bætt á búskaparárum Alberts í Gróttu og var gerð bryggja framan við sjóbúð hans og við hlið hennar dráttarbraut og gat Albert dregið bát sinn þar upp. Grótta var friðlýst árið 1974".
-
Því má svo bæta við að Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi er nefnd eftir vitaverðinum.
-
En það er ástæða þess að Grótta kemur svo snögglega og
kannski pínulítið óvænt inn í umræðuna þar sem Siglufjörður hefur ávalt verið
efst á baugi og fátt annað komist að. Forsagan er sú að sr. Bjarni Þór Bjarnason rakst á mynd sem ég hafði tekið af Gróttu fyrir fáeinum árum og Gunnar Trausti síðan prentað fyrir mig á striga. Bjarni spurði mig hvort ég gæti
ekki hugsað mér að lána hana á sýningu sem til stæði að halda á Gróttumyndum, og ég taldi mér auðvitað mikinn heiður að fá að
"Fyrri maðurinn
Það er svo í dag þann 10. júni að efnt er til svonefndrar Albertsmessu í Seltjarnarneskirkju. Þá er Alberts vitavarðar minnst, en hann lést 12. júní 1970. Eftir messu verður síðan sýningin opnuð.