02.07.2012 20:34
Fésbókarbömmer
825. Ósjaldan hef ég fengið þá spurningu hvers vegna
kjaftaskur eins og ég sé ekki á Facebook, og jafn oft (eða ósjaldan) hef ég
eiginlega ekki átt neitt nægilega gott svar við því. "Þú ert nú hálfgerð
risaeðla" sagði einn sveitungi
-
Katherine Losse sem var starfsmaður Facebook no. 51 var að senda frá sér bók sem hefur valdið talsverðu fjaðrafoki í umræddum bókarheimum, en þar opinberar hún leyndarmálin 13 eins og hún orðar það. Bókin heitir nefnist "The Boys Kings: A journey into the heart of the Social network" ýmislegt sem Mark Zuckerberg upphafsmanni og aðaleiganda síðunnar hlýtur að finnast frekar óþægilegt.
Í bókinni segir hún meðal annars frá lykilorði sem opnar hönnuðum síðunnar aðgang að síðum allra notenda. Einnig talar hún um skugga-prófíla sem gerðir voru árið 2006 fyrir fólk sem enn hafði ekki skráð sig á síðuna og byggðust á myndum sem vinir þeirra höfðu sett inn. Markmiðið var, að sögn Losse, að búa til gagnagrunn um allt fólk í heiminum. Um skeið var starf hennar falið í að skrifa texta undir nafni sjálfs Mark Zuckerberg.
Þá segist hún hafa upplifað mikið kynbundið misrétti og kynferðislegri áreitni, en Mark sem hún segir engan áhuga hafa á öðru en að forrita hafa sagt en hann hafði engan áhuga á að velta sér upp úr slíku. Um þetta má lesa m.a. á visir.is og pressan.is
-
Svona fréttir eru að öllum líkindum lítt til þess fallnar að trekkja inn á bókarskriflið.