23.07.2012 10:04

Hér við íshaf byggð var borin...

+
(Bjarki Árnason. - Myndin er úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar)

828. Frá og með laugardeginum s.l. mátti finna "Siglufjörður", lag og ljóð Bjarka Árnasonar inni á Youtube í splunkunýrri útsetningu. Ástæða tímasetningarinnar er auðvitað fyrst og fremst sú að óðum styttist í bæjarhátíð okkar siglfirðinga "Síldarævintýrið". Höfundurinn er eins og áður segir Þingeyingurinn Bjarki Árnason (03.05.1924 - 15.01.1984) sem fluttist til Siglufjarðar árið 1943 og bjó þar allt til dauðadags. Ýmsir hafa haft aðkomu að framkvæmdinni og vil ég þar fyrstan nefna sveitunga vorn Birgi Ingimarsson sem var aðal driffjöður og reddari hugmyndarinnar hér syðra, þá Róbert Guðfinnsson framleiðanda og væntalega fjármagnanda, Dalvíkinginn Eyþór Inga Gunnlaugsson stórsöngvara, Reykvíkinginn Þorvald Bjarna útsetjara, Ísfirðinginnn Jón Steinar sem tók myndbandið og Stefaníu Thors sem ég held að sé líka af Reykjavíkursvæðinu, en hún klippti það.

Þetta er síður en svo alveg nýtt mynstur, því í upphafi síðustu aldar fjölgaði íbúum Siglufjarðar svo hratt að engin önnur dæmi eru um slíkt hérlendis. Dugandi fólk kom þá víða að af landinu og gerði bæinn að því sem hann varð, og eiga því mun fleiri en í flestum öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni ættir sínar að rekja til austurs, vesturs, norðurs eða suðurs.

Slóðin á lagið er http://www.youtube.com/watch?v=VP6xHczSnMg&feature=youtu.be

-

Siglufjörður.

Hér við íshaf byggð var borin 
Bærinn okkar SIGLUFJÖRÐUR.
Inn í fjöllin skarpt var skorinn 
Skaparans af höndum gjörður. 
Til að veita skjól frá skaða
Skipunum á norðurslóðum
Sem að báru guma glaða
Gull er fundu í hafsins sjóðum

Hér er skjól og hér er ylur
Hart þó ís að ströndum renni
Þó að hamist hörku bylur.
Hlýju samt hið innra kenni.
Fólkið sem að byggir bæinn 
Bestu lofgjörð honum syngur
Um að bæti öllum haginn
Eitt að vera SIGLFIRÐINGUR.
 

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496559
Samtals gestir: 54785
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:23:20
clockhere

Tenglar

Eldra efni