31.07.2012 07:21

Vanir Menn á Síldarævintýri


829. Eins og á síðasta ári og einnig árinu þar á undan, ætlum við gömlu mennirnir sem spiluðum saman í Miðaldamönnum á árunum í kring um 1980 að koma saman á Síldarævintýrinu og taka eins og eitt gigg á plani og annað í húsi. Í fyrra var Baldvin Júlíusson söngvari Gauta frá sjöunda áratugnum sérlegur gestur á palli, en í ár leggur okkur lið bakarinn og söngvarinn Róbert Óttarsson sem flestir ættu að vera farnir að kannast við sem fylgst hafa með tónslitaruppákomum í bænum okkar síðustu árin.

Til stendur að spila á bryggjuballi síðdegis á laugardegi ef veður leyfir sem allt bendir reyndar til, en færa sig síðan síðan inn í hús þegar kvölda tekur. Lagavalið mun einkennast af léttum og dansvænum lögum frá liðnum árum (jafnvel löngu liðnum) og einhverjir vel þekktir siglfirskir slagarar munu örugglega fljóta með í bland við annað efni.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496559
Samtals gestir: 54785
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:23:20
clockhere

Tenglar

Eldra efni