12.08.2012 08:10
Svolítið síðbúið sýnishorn frá Síldarævintýri
830. Óvenju lítið hefur farið fyrir bloggfærslum hérna á síðunni undanfarna daga og þá ekki síst í ljósi þess að einn af stórviðburðum ársins er nýafstaðinn, þ.e. sjálft Síldrævintýrið. Ástæðan er aðallega myndavélarleysi framan af þeirri ágætu helgi, en einnig óvenju stuttur viðverutími nyrðra og svo að lesgleraugun hafa ekki fundist alla vikuna sem nú er senn á enda.
En hér er engu að síður örlítið sýnishorn og þá aðallega af flugeldasýningunni eins og sjá má...
Á sunnudagskvöldinu kl. 00.30 komu allmargir gestir ævintýrisins sér fyrir í fjörunni fyrir framan Síldarminjasafnið.
Veðrið var hið ákjósanlegasta og mikið fjölmenni.
Svo hófst sýningin á tilsettum tíma...
...frá björgunarbátnum Sigurvin.
Það voru engin smá stjörnuljós...
...sem lýstu upp himininn...
...og ljósin spegluðust...
...í spegilsléttum haffletinum.
Áhugasamir fylgdust með í hrifningu...
...og óteljandi myndavélar voru á lofti.
Sýningin endaði svo með miklum látum og Sigurvin var baðaður rauðleitu ljósi.
Uppi í bænum stóðu jaxlarnir Hansi og Siggi vaktina.
Daginn eftir átti ég leið út að Öldubrjót. Þar var þessi ungi maður að byggja kofa, en hann var líka að spjalla aðeins í gemsann rétt eins og íslenskir iðnaðarmenn eru að sögn ekki óvanir að gera.
En nægur er efniviðurinn í kofasmíðina...
Skrifað af LRÓ.