11.09.2012 03:24

Náði þeim í miðjum sérhljóða


835. Það er líklega full seint að fjalla loksins núna um tónlistarveisluna í Siglufjarðarkirku þ. 2. sept. sl. því henni hafa verið gerð ágæt skil bæði á siglo.is og siglfirdingur.is, en ég get þó ekki látið hjá líða að skjóta hér inn mynd af þeim félögum Hlöðve Sigurðssyni og Þorsteini Bjarnasyni þar sem þeir sungu frábæran dúett og ég náði þeim í miðjum sérhljóða.
O eða A...
-
En það er annars að segja að bloggfærslum hér hefur fækkað mjög undanfarið vegna (vonandi) tímabundins tímaleysis, því mikið mannahallæri hefur verið hjá Strætó í Kópavogi og þeir sem þar starfa hafa unnið mikla yfirvinnu í sumar og átt sáralítil frí, komið þreyttir heim og notað flestar þær stundir sem til hafa fallið utan dagskrár til hvíldar og svefns.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 717783
Samtals gestir: 66310
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 23:00:00
clockhere

Tenglar

Eldra efni