18.09.2012 04:10

Dráttur


837. Ég rakst á þessa sögu á netinu og þó hún hafi eflaust farið víða og sennilega í mörgum mismunandi útgáfum, fannst mér hún það skondin, að ef einhverjir þeirra sem hingað að rekast stundum inn og hafa ekki lesið hana, vildi ég miðla henni áfram.

-

Þegar ég eignaðist hundinn minn og komið var að því að gefa honum nafn langaði mig að nefna hann eitthvað annað en þessi sígildu hundanöfn sem maður heyrir alls staðar, nöfn eins og Snati, Sámur eða Depill o.s.frv. Eftir miklar og djúpar pælingar fékk hann nafnið Dráttur, en eftir á að hyggja var það kannski hreint ekki neitt sniðugt því nafngiftin er oft búin að valda verulegum misskilningi og stundum ómældum vandræðum.
Ég fór í Ráðhúsið á dögunum til að endurnýja hundaleyfið og sagði  við afgreiðslumanninn að ég vildi fá leyfi fyrir Drætti.

Hann svaraði að bragði "ég líka", en þegar ég sagði honum að það væri hundur sem ég væri að tala um, horfði hann mjög undarlega á mig og sagði "ja, þú um þín ástamál".

"En þú skilur þetta ekki" sagði ég, "Ég fékk Drátt þegar ég var 9 ára.

"Þú hefur aldeilis verið bráðþroska" var þá svarið.
Þegar ég gifti mig og fór í brúðkaupsferð, tók ég hundinn með. Í móttökunni á hótelinu sagðist ég vilja fá herbergi fyrir okkur hjónin og auka herbergi fyrir Drátt. Mér var svarað að öll hótelherbergin væru ætluð fyrir drátt, en ég svaraði að Dráttur héldi vöku fyrir mér á næturnar. Afgreiðslumaðurinn svaraði: "Sama hjá mér".
Einn daginn lét ég skrá Drátt í hundakeppn. Rétt áður en keppnin hófst slapp hundurinn frá mér. Einn keppendanna snéri sér við og spurði hvers vegna ég væri að skima í kring um mig. Ég svaraði að ég hefði nú hugsað mér að vera með Drátt í keppninni hann svaraði: "Þú hefðir átt að selja miða að þeirri keppn"i. "Heyrðu þú skilur þetta ekki rétt", sagði ég, ég var að vonast til að geta sýnt Drátt í sjónvarpinu. Þá svaraði hann: "Það vantar greinilega ekki sjálfsálitið hjá þér".
Þegar við hjónin skildum fór málið fyrir dómara því auðvitað vildi ég berjast fyrir að fá Drátt.

"Herra dómari, ég fékk Drátt löngu áður en ég giftist" sagði ég.

"Ég líka" svaraði dómarinn.

Þá sagði ég honum að Dráttur hefði horfið þegar ég giftist og ég hefði eytt miklum tíma og orku í að leita hann uppi en ekki maðurinn minn.

"Þetta var mjög svipað hjá mér" sagði hann þá og varð svolítið dapurlegur til augnanna.

Í gærkvöldi stakk Dráttur af eina ferðina enn og ég var í marga klukkutíma að leita að honum úti í nóttinni og myrkrinu. Lögregluþjónn kom til mín og spurði hvað hvað ég væri að gera í þessari skuggalegu hliðargötu um hánótt og ég svaraði: "ég er að leita af Drætti".

"Þú skalt þá koma með mér" svaraði hann hvasst.

Ég ætlaði þá að fara að leiðrétta misskilninginn sem ég sá að var greinilega í uppsiglingu en hann vildi alls ekki hlusta á neinar skýringar.

Mér leist ekkert á blikuna þegar hann smellti handjárnunum á mig og ég æpti hástöfum og lét ófriðlega, en hann varð bara æstari og ákafari við það.
Ég fylltist skelfingu þegar við ókum af stað og ég velti fyrir mér hvernig þetta myndi enda. Ég hef nú aldrei laðast sérstaklega að mönnum í einkennisbúningum eða verið fyrir handjárn og þess háttar, en flest bendir nú til þess að hann haldi það þessi.

Ég varð eiginlega svolítið fegin þegar ökuferðin tók enda og mér var skutlað inn í klefa og síðan lokað á eftir mér með nokkrum látum.

-

En mér finnst þetta engu að síður ALLS EKKI sanngjarnt.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni