25.09.2012 11:02
Uppáferð í umferðinni
839. Þegar ég átti í eitt af fjölmörgum skiptum leið um
Breiðholtsbrautina í síðustu viku, lenti ég í svolitlum vandræðum í einni ferðinni,
því ég þurfti að fara um þrönga og krókótta hjáleið sem getur verið talsvert
basl á jafn stórum bílum og strætó. Ástæðan var þetta umferðaróhapp sem sjá má á
meðfylgjandi myndum sem varð til þess að götunni var lokað um stund. Það vakti
athygli mina þegar ég nálgaðist að eitthvað var þarna skrýtið í gangi, því ég
gat ekki betur séð en að löggan vappaði tvístígandi um svæðið og mér sýndist
þeir sem þarna voru á stjákli klóra sér óvenju mikið í höfðinu. En margt bendir
til þass að litlar sem engar líkur hafi verið á að það hafi verið höfuðlúsafaraldur
eða einhver því um lík óværa sem herjaði á laganna verði a.m.k. ekki að þessu
sinni, heldur miklu fremur hin óvenjulega aðkoma. Það hefðu að öllum líkindum einnig
verið mín fyrstu viðbrögð að lyfta hendi og klóra mér í hnakkagrófinni, ef mér
hefði ekki legið jafn mikið á og raunin var að fiska myndavélina upp úr vasanum,