03.10.2012 18:13
Kveðja til Bassa Möller
841. Í dag lagði ég leið mina í Digraneskirkju í Kópavogi til að kveðja mætan sveitunga, Kristinn Tómas Möller. Ég kynntist honum fyrst þegar okkur Bigga Inga datt í hug að líta út fyrir fjallahringinn nyrðra og skelltum okkur á vertíð til Eyja og það verða að teljast bæði góð og þroskandi kynni. Kristinn eða Bassi eins og hann var alltaf kallaður, réði gjarnan Siglfirðinga til vinnu í Ísfélagið, en gerði okkur jafnframt grein fyrir því að enginn skyldi halda að hægt væri að koma til að sukka og slarka. Hjá honum yrðu menn að stunda sína vinnu og standa sína plikt. Ísfélagið í Vestmannaeyjum var því góður vinnuskóli sem Bassi veitti forstöðu, a.m.k. í hugum okkar sem bjuggum á verbúðinni uppi á þriðju hæð. Og þó að hvessti stundum í samskiptum okkar um stund lægði storminn alltaf aftur því annað var ekki hægt þegar maður eins og hann átti í hlut. Til hans lögðu leið sína margir góðir drengir að heiman á árunum eftir gos, Biggi Inga, Guðbrandur Ólafs, Guðni Jóhanns, Jonni Odds, Palli Sigþórs, Bjössi Sveins, Gummi Kötu, bræðurnir Sigurjón og Úlfar Gunnlaugs, Birgir Óla Geirs. Gleymi ég einhverjum?
Og svo voru stelpurnar þarna á vistinni líka þó þær störfuðu ekki í móttökunni. Þær unnu þó oft með okkur í salthúsinu. Magga Alfreðs frá Lambanesreykjum, Erla Gull, Kristín Sigurjóns, Svava Gunnars. Ég gleymi örugglega einhverjum.
Hin síðari ár ráðgerðum við strákarnir úr þessu gengi nokkrum sinnum að kíkja á gamla verkstjórann okkar og einu sinni hringdi ég í hann því nú átti að láta verða af því.
"Þú hittir ekki vel á því ég er alveg að drepast í löppinni" sagði hann.
"Endilega kíkiði við seinna þegar ég verð orðinn skárri, en þið fáið bara kaffi og ekkert með því" bætti hann við.
Við vorum ekki búnir að
Blessuð sé minning hans.