24.12.2012 23:12

Gleðileg jól gott fólk.



853. Óska öllum vinum og vandamönnum, svo og auðvitað öllum þeim sem ennþá nenna að reka nefið hérna inn á síðuna þrátt fyrir að þar hafi bæði fátt og smátt verið að gerast undanfarið, gleðilegra jóla og farsældar um ókomin ár.

Mér finnst myndin hér að ofan standa vel undir því að vera jólamyndin í ár, en á ferðum mínum fyrir fáeinum dögum staldraði ég eins og svo oft við í Mjóddinni og rakst þá á sjálfan jólasveininn, væntanlega nýlega kominn til byggða úr heimkynnum sínum í Esjunni. Þar var þá einnig stödd siglfirska kjarnakonan Lilla á Á, sem er okkur sem erum búin að ná þokkalega góðum meðalþroska að eigin mati, að góðu kunn. Þau féllust bæði góðfúslega á þá beiðni mina um að fá að mynda þau saman og kann ég þeim miklar þakkir fyrir það.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 1035
Gestir í dag: 159
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496412
Samtals gestir: 54777
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 23:29:03
clockhere

Tenglar

Eldra efni