28.04.2013 09:24

Þór og vagninn hans


866. Í hinum norrænu goðafræðum er þrumuguðinn Þór sem einnig er kallaður Ása-Þór eða Öku-Þór, sagður eiga nokkra dýrgripi sem einkenna hann. Fyrst má nefna vagn sem hann ferðaðist á, en hann var dreginn af tveimur höfrum sem hétu Tanngrisnir og Tanngnjóstur. Á ferðum sínum hafði Þór þá oft til kvöldverðar, en safnaði svo beinum þeirra saman eftir matinn og vígði þá síðan til lífs á ný með hamri sínum. Vagninum ók hann um himininn og það fylgdu honum þá bæði þrumur og eldingar.

-

Ekki veit ég hvort verk það sem myndin er hér að ofan hefur verið orðið fyrir niðurskurðarhníf Jóhönnu Sig. og Steingríms J., en ég fæ ekki betur séð að hafurinn sé nú aðeins einn. Það er svo annað mál að það vekur örugglega eftirtekt þeirra sem fram hjá fara og hefur eflaust einnig alla burði til að lífga upp á umhverfið þar sem mér þykir líklegt að því verði komið fyrir.

Og eins og einnig má sjá, þá stendur það við vélaverkstæði í Hafnarfirði á vagni sem merktur er "Straumsvík" sem hlýtur því að gefa ákveðna vísbendingu um hver gæti tengst gerð þess, og miðað við áferð þess gæti það vel verið gert úr áli.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495929
Samtals gestir: 54730
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 16:30:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni