13.06.2013 09:21

Og fleiri tveggja hæða


870. Og fyrst við erum farin að tala um tveggja hæða strætó á annað borð, er viðbót sem mér finnst reyndar svolítið merkileg. Hopparinn sem segir frá í blogginu hér að neðan, á sína heimahöfn á planinu hjá Kynnisferðum í Vesturvörinni í Kópavogi þó hann sé staðsettur við BSÍ sumarlangt. Við sömu götu og örskammt frá, á einnig heima þessa vígalegi tveggja hæða strætó sem er svo kyrfilega merktur Tal. En ég hef reyndar aldrei séð hann á ferðinni þrátt fyrir að útlitið bendi ekki til þess að hann sé úr sér genginn eða aflagður.



Örlítið lengra frá og einnig við Vesturvörina í Kópavogi, má svo berja þennan tveggja hæða strætó augum. Á bláa borðanum á hliðinni hefur staðið "ER EKKI LÍFIÐ DÁSAMLEGT", en eitthvað er sú merking farin að láta á sjá og kannski hefur líka líf þessa ökutækis verið dásamlegra einhvern tíma á árum áður. Framan á honum ofan til sést móta fyrir merkingu sem hefur verið fjarlægð, en þar hefur staðið; "Veislu Miðlun Árskógssandi". Mér var sagt að hann hafi um tíma verið gerður út frá þeim stað sem einhvers konar partýbíll fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum og veitingar þá verið seldar um borð, en þær upplýsingar eru þó allar frekar óljósar. Og þrátt fyrir að vera á númerum, hef ég aldrei séð neina hreyfingu á bílnum frekar en Tal strætónum og ef rýnt er í myndina og hún stækkuð verulega, má sjá að hann er með 2012 skoðun.
-
Og þar sem "Hoppararnir" eru tveir, hafa alls fjórir tveggja hæða strætóar aðsetur sitt við Vesturvörina í Kópavogi, og það af alls fjórum slíkum sem ég veit um á landinu öllu.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495929
Samtals gestir: 54730
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 16:30:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni