14.07.2013 04:27

Á strætórúntinum um Kópavog



874. Nú er nánast akkúrat ár liðið frá því að ég fór að aka strætó um Kópavog, nokkuð sem mér hefði líklega þótt fráleitt aðeins nokkrum mánuðum áður.en sá kapítuli hófst. Hér að neðan má sjá nokkur "skot" frá því tímabili.





Í vikunni sem leið voru hvorki meira né minna en 11 hraðahindranir (stundum kallaðar löggubrjóst) fjarlægðar af Digranesveginum og fáeinir púðar settir í staðinn. Ekki svo lítil breyting til batnaðar fyrir þá sem aka um á stærri bílum. Það var því mikið um þrengingar í götunni meðan á þessum umbótum stóð og umferðartafirnar voru talsverðar. En nú er það frá og allt annað líf að fara þarna um. Myndin hér að ofan var hins vegar tekin s.l. haust þegar framkvæmdir voru í gangi á Álfhólsveginum. Þá var aðeins ein akrein opin til beggja átta í nokkurn tíma, nokkuð þröngt milli keilanna eins og sjá má og því ekkert allt of marga aukasentimetra upp á að hlaupa. Ekki gerði það málin einfaldari að "göngin" voru s-laga, fyrst var sveigt lítillega til vinstri í átt að Túnbrekku, en síðan aftur upp á Álfhólsveginn þar sem hann hækkar og sveigir til hægri. Skemmtileg ökuleiknisþraut og hin fínasta tilbreyting á leið 28.





Maður sér alls konar farartæki í umferðinni, mörg hver miklu óhefðbundnari og sérstakari á allan hátt en þetta sem virðist vera afrakstur frjórrar hugsunar einhvers hagleiksmanns.





Alls konar uppákomur, vandræði og vesen í dagsins önn.





Þessi maður hefur helgað sér svæði á mörkum Rjúpnavegar og Arnarnesvegar, þar sem hann falbýður afurðir sínar, greinilega bæði lúnkinn og laginn með smíðatól sín.





Er þetta ekki svolítið eins og "gelguleg" skilaboð til einhverrar "vinkonu" sem hefur verið sett út í kuldann (a.m.k. tímabundið)...?





Einu sinni voru þeir kallaðir öskukallar eða ruslakallar, núna er starfsheitið þeir ræstitæknar. Samt finnst mér að þeir ættu ekki að loka annarri akreininni svona kyrfilega.





Dreifing símaskrárinnar virðist hafa farið fram a.m.k. að hluta til með annas konar hætti í Kópavoginum en víðast hvar annars staðar.





Hana mátti fyrir þá sem hefðu viljað glugga í hana, tína upp víða af götum bæjarins. Á Álfhólsvegi, Digranesvegi, Dalvegi, við Smáralind, Þingmannaleið, Vatnsendavegi og eflaust mun víðar. Bókin sú er þykk og mikil af vöxum eins og allflestir vita, svo það hefur varla farið fram hjá ökumönnum þegar þeir óku yfir hana í misjafnlega þungri umferð. Afleiðingin varð auðvitað sú að upplýsingarnar sem hún hefur að geyma dreifðust með þeim hætti sem fáum mátti verða að gagni.




Stundum má sjá svolítið æsilegan hasar, en það má auðvitað ekki stoppa til að fylgjast með nema rétt á meðan rauða ljósið logar á götuvitanum eða eitthvað svoleiðis. Hér er löggan greinilega að leita í bíl og var meira að segja enn að því næst þegar ég átti leið hjá.





Stundum bregður manni aðeins þegar fáír hafa verið á ferli um tíma, Einn inn og kannski einn út á margra stoppustöðva kafla, en svo allt í einu....





Þetta er ljótt að sjá en þvi miður allt of algengt. Ætli sumir séu bara með eitthvað drasl í hausnum?





En áður en við látum gott heita skulum við líta í baksýnispegilinn. Er þetta ekki Micra sem vill ekki? Jú þetta er geinilega Micra. Ef ég hefði verið öðru vísi akandi hefði ég líklega lagt þeim lið sem þarna áttu í vandræðum, en lífið er líka stundum svolítið súrt á köflum.
-
En nú er hafið fyrsta sumarfríið mitt í 30 ár sem launamaður og ég er þar með rokinn norður á Sigló. Ég ætla samt þrátt fyrir takmarkað aðgengi að tölvu, að reyna að blogga einu sinni eða jafnvel tvisvar næstu 2-3 vikurnar...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495929
Samtals gestir: 54730
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 16:30:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni