15.07.2013 19:06

Hátt uppi



875. Það getur verið gaman að vera hátt uppi - eða þannig...  Mig hafði lengi langað að gera mér ferð upp í Hallgrímskirkjuturn til að líta yfir bæinn og geta í leiðinni litið svolítið niður á samborgara mína í bókstaflegri merkingu. Og þar kom eftir margra daga grámósku og myglu, að veður gerðist gott einn daginn og ég hafði einnig ágætan tíma til að slóra svolítið. Ég gekk því til kirkju, greiddi 700 krónur fyrir innlitið eða réttara sagt upplitið, smeygði mér inn í lyftuna ásamt u.þ.b. tug túrhesta af ýmsum þjóðernum og skoðunarferðin var hafin.





Þegar upp var komið fór það ekkert á milli mála að útsýnið var harla gott til allra átta og dreg ég þá heldur úr. Ég naut þess til hins ýtrasta og smellti af nokkrum stafrænum. Þarna blasti við Vatnsmýrin með flugvelli allra landsmanna, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörðurinn og mér fannst ég líka sjá hálfa leið til Keflavíkur.





Í hina áttina mátti sjá Tjörnina þar sem Ráðhúsið húkti svolítið út í horni, Reykjavíkurhöfn og Seltjarnarnesið sem endaði auðnitað úti í Gróttu.





Austurbæjarskólinn.





Iðnskóli Reykjavíkur sem eftir sameiningu við tvo aðra skóla heitir Tækniskóli Íslands að mig minnir.





Stóri turninn sem ég heyrði einverntíma einhvern kalla "Hitt Borgarleikhúsið" einhverju sinni og það með glott á vör. Skálafell, Mosfellsbær, Úlfarsfell...





Austurbærinn og í Bláfjöllin í blámóðu fjarskans.





Handan við flóann sést Snæfellsjölull óvenju vel  að þessu sinni, enda "skyggni ágætt".





Skuggahverfisblokkirnar við Skúlagötuna og síðan taka við sundin blá. 





Það er stutt í Hörpuna úr turninum, sérstaklega ef maður notar aðdráttarlinsu. 





En þetta var eiginlega myndin sem ég fór upp til að taka. Skólavörðustígurinn, miðbærinn, höfnin og vesturbærinn að hluta. En nánar um það atriði í næsta bloggi.





Horft um öxl eða þannig... Það er reyndar talsvert langt þarna niður og það þrátt fyrir að hátt sé til lofts inni í kirkjuskipinu.





Líka niður á kollinn á honum Leifi Eiríkssyni sem þarna stendur keikur, grænn og steinrunninn í öllum veðrum, allan ársins hring, svo og alla "maurana" sem sjá má allt um kring.





En svo er auðvitað hægt að lækka flugið örlítið...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495929
Samtals gestir: 54730
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 16:30:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni