08.11.2013 22:37

Gengið gegn einelti

Gengið gegn einelti í Kópavogi í dag. Myndin er tekin eftir Hlíðarhjallanum af röðinni næstum því endalausu, en stór hluti hennar er þegar þarna er komið sögu, fyrir löngu horfinn upp á lóð Digranesskóla.

895. Í dag 8. nóvember var gengið gegn einelti víða um land, en að öllum líkindum hefur verið einna mest lagt upp úr göngunni í Kópavogi. Mér sýndist það alla vega á svöruninni þegar ég "fór á gúgglið" og þess utan varð göngufólkið á vegi mínum í orðsins fyllstu merkingu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ég átti leið niður Skálaheiði og niður á Hlíðarhjalla eða Hliðarhalla eins og mér er svo gjarnt á að kalla götuna þegar ágætur félagi minn heyrir til, en hann er einmitt íbúi hennar. Þar stoppaði ég og fylgdist með göngufólkinu þramma áfram og taka strikið upp að Digranesskóla. Röðin virtist alveg endalaus, því framendi henna ef kalla mætti þá sem á undan fóru, voru fyrir löngu horfnir inn á milli trjánna og upp fyrir brún skólalóðarinnar. En hún virtist engan enda ætla að taka og stöðugt komu fleiri niður Álfahlíðina og birtust mér á horni hennar og Hlíðarhjallanum. Eftir fáeinar mínútur hafði kennurum og skólaliðum tekist að beina strumnum að mestu leyti upp á gangstéttina og ég gat haldið áfram, en fór þó að sjálfsögðu ofur varlega. Þegar ég ók fyrir endann á Álfaheiðinni sá ég að straumurinn var svo sannarlega því sem næst endalaus, því hann náði eins langt upp þá götu og hægt var að sjá.

Þvílíkur fjöldi.!

Ósjálfrátt hugsaði ég til baka, til þess tíma þegar ég var á sama aldri og þorri göngufólks. Þá var ekki búið að finna orðið "einelti" almennilega upp, en engu að síður var til miklu meira en nóg af því.




Horft upp eftir Álfaheiðinni. Röðin virðist engan enda ætla að taka.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495825
Samtals gestir: 54720
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:42:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni