11.12.2013 17:51

Sektum hlaðinn


901. Það má alveg halda því fram með góðum og gildum rökum að eigandi þessa bíls sé að verða sektum hlaðinn, en bílastæði þar sem gjaldskylda er, mun seint verða talið heppilegt langtímastæði eða geymslustaður ökutækja.

Ég gekk fram á þennan vínrauða vagn föstudaginn 22. nóvember á stæðinu við hús Tollstjóra við Tryggvagötu og mér sýnist að ef rýnt er í neðri myndina, miðarnir undir þurrkublaðinu vera orðnir sjö talsins og hafði ratað þangað einn á dag undanfarna daga. - Þó ekki fleiri.

Á heimasíðu Bílastæðasjóðs má lesa eftirfarandi: Það gjald (sem í daglegu tali er kallað "stöðumælasekt") er 2.500.- krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400.- krónur. Sé gjaldið ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það úr 2.500.- krónum í 3.750.- krónur og gjöld sem enn eru ógreidd 28 dögum eftir álagningu hækka í 5.000.- krónur.

Ég átti aftur leið þarna um sunnudaginn 24. nóv. og þá var bíllinn hvergi sjáanlegur.




Og til að tengja þennan pistilstubb við Siglufjörð sem mér er svo gjarnt að gera sé þess nokkur kostur, þá er Siggi Konn húsvörður í Tollhúsinu.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495825
Samtals gestir: 54720
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:42:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni