09.01.2014 00:26

Gleðilegt nýtt ár

905. Þegar árið er liðið, stjörnuljósin dáin út, flugeldaprikin hafa svifið til jarðar og pappahólkarnir utan af tertunum eru orðnir að kolbrunnu rusli, er eins og að myndist eitthvert tómarúm í dagskránni. Jólin og áramótin liðin hjá með öllu sínu og svo kemur nýjársdagur og eftir hann verður allt svo óskup venjulegt aftur.

Þegar árin líða og eru orðin svo mörg sem raunin er á, breytist hegðunar og neyslumynstrið. Þess vegna var ég kannski kominn snemma á fætur fyrsta dag ársins 2014. Já ég vil segja hreint ótrúlega snemma miðað við hvernig það var hér í denn og hefði líklega sagt hvern þann ljúga sem hefði sagt mér til um framtíðina.

Ég fékk mér langan bíltúr, fór víða um og merki hins liðna árs sáust auðvitað hvert sem farið var. Ég get ekki svarið fyrir að það hvarflaði stundum að mér að árið 2007 væri hugsanlega afturgengið, alla vega sums staðar þar sem ég fór um, því innkaup á skoteldum og slíkum varningi virtust ekki hafa verið svo mjög nánasarleg a.m.k. á sumum bæjum.



En það þarf auðvitað að "klára pakkann" og taka hraustlega til eftir alla gleðina og það er örugglega búið að klára allt slíkt núna, en þessi mynd var tekin í Dimmuhvarfi í Kópavogi.



Hér hefur mikið verið sent til himins og dýrðin eflaust með ólíkindum, enda henta liklega fáir staðir betur til slíkra hluta en fremsti hluti Rjúpnahæðarinnar sem gnæfir yfir Smárann, Lindirnar og Salina - einnig í Kópavoginum.



Við Kópavogsbrautina hefur greinilega mikið gengið á og líklega er fullkominn óþarfi að taka fram hvaða bæjarfélagi sú gata tilheyrir.



Og til þess að einhæfnin verði ekki algjör, er þessi mynd frá Hafnarfjarðarhöfn.


Það var alls ekki ætlunin að agnúast út í brennt og brotið rusl og drasl. því það einfaldlega tilheyrir áramótunum og ekki orð um það meir.

En það var hins vegar ætlunin að óska fjölskyldumeðlimum, vinum, sveitungum, svo og öllum þeim sem hafa átt og gætu átt það til að kíkja hérna inn, fasældar á nýju ári þó sú kveðja sé kannski að verða svolítið síðbúin.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496013
Samtals gestir: 54737
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 19:10:33
clockhere

Tenglar

Eldra efni