16.04.2014 05:05

Blá hús

924. Einhvern tíma hefði sá maður verið álitinn í það minnsta pínulítið undarlegur sem hefði látið sér til hugar koma að mála húsið sitt blátt. Og þá meina ég ALVEG BLÁTT.

En í dag upplifum við mjög svo breytta tíma frá þeim árum þar sem fordómar gagnvart m.a. mikilli litagleði utan dyra eru á hröðu undanhaldi. Ég man vel að fyrir næstum því hálfri öld var hús á Dalvík málað fjólublátt, og þrátt fyrir að það stæði ekki við neina af helstu umferðargötum bæjarins, lögðu margir hverjir sem áttu leið um það ágæta sveitarfélag lykkju á leið sína til að berja þetta furðuverk augum. Einhverjum árum síðar var svo hús við Hlíðarveg heima á Sigló einnig málað fjólublátt, en þá var litafrelsisslökunarferlið gagnvart ytra byrði fasteigna að einhverju leyti hafið og það vakti ekki eins mikla athygli og hið Dalvíska, en samt nokkra.

Akkúrat þetta kom allt í einu upp í hugann þegar ég var á rúntinum á heimaslóð einn góðviðrisdag á síðasta ári og hér er afraksturinn.

Eru bláu húsin kannski fleiri? - Allar ábendingar vel þegnar...



(Ljósmynd Hlynur Arndal)











(Ljósmynd Hlynur Arndal)



(Ljósmynd Hlynur Arndal)

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495514
Samtals gestir: 54629
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 11:47:28
clockhere

Tenglar

Eldra efni