27.04.2014 01:22
Sá á fund sem finnur
927. Er tunglið úr osti? Hver á það? Af hverju stækkar það og minnkar til
skiptis? Og af hverju togar það svona óskaplega mikið í sjóinn?
Tunglið hefur vissulega vakið
margar spurningar í gegn um tíðina og við sumum þeirra kunnum við einfalt og
skynsamlegt svar, en öðrum ekki. - Alla vega ekki ennþá. Það hefur verið endalaus
uppspretta ævintýra, rómantíkur og veitt skáldunum ómældan innblástur.
-
Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja.
Hugurinn ber mig hálfa leið
í heimana nýja.
Þannig orti Theodora
Thoroddsen forðum og víst er að margur sveinninn og yngismeyjan hefur horft dreymandi augum á þetta gula
fyrirbæri á himni okkar Jarðarbúa.
-
Svafstu illa? Dreymdi þig
skrýtna drauma? Ef svo er, þá geturðu kennt tunglinu um frekar en nokkru öðru,
því samkvæmt niðurstöðum nýlegrar breskrar rannsóknar þá breytast draumar fólks
þegar tunglið er fullt. Okkur dreymir þá ýmist mjög skrýtna eða ákaflega
dásamlega drauma, en það ástand og sú virkni fylgir ekki árstíðum eða vikudögum,
heldur tunglinu.
.
"Ég tel að þessari þjóð beri að skuldbinda sig
fyrir lok þessa áratugar að lenda manni á tunglinu og flytja hann aftur til
jarðar".
Þetta sagði Kennedy bandaríkjaforseti
forðum og bætti síðan við.
"Ekkert annað geimrannsóknarverkefni mun á þessu
tímabili heilla jarðarbúa jafn mikið eða reynast eins mikilvægt fyrir komandi
rannsóknir á geimnum. Og ekkert mun vera jafn örðugt eða kostnaðarsamt í
framkvæmd."
Þar með hófst það sem kallað
hefur verið kapphlaupið um tunglið.
Eftir að draumur Kennedy´s rættist að honum gengnum, hefur a.m.k. sumum ameríkönum fundist þeir eiga meira tilkall til tunglsins en aðrir jarðarbúar og fleyg eru orðin
sem sögð voru eftir lendingu Appollo 11., en fáir muna þó hver sagði: "Brautin er nú greið fyrir landnám á
tunglinu".
-
Í vetur bauð RÚV upp á frábæra
þætti um Tunglferðirnar í umsjón Sævars Helga Bragasonar. Lokaþátturinn er ennþá
aðgengilegur á Hlaðvarpinu og mun verða það allt til 1. júní nk. og er slóðin
þangað er: http://www.ruv.is/sarpurinn/kapphlaupid-til-tunglsins/02032014-0