14.05.2014 02:15

Eru þeir ekki að ganga of langt?



932. Ef ég er reiður við Bjarna, þá lem ég bara hann Jón ef hann liggur betur við höggi. Einhvern vegin þannig kemur mér verkfall flugmanna og á næstunni einnig flugfreyja mér fyrir sjónir, þ.e. ef það er einfaldað hæfilega mikið. Í styrjöldum eru óbreyttir borgarar algengustu fórnarlömbin.

 

Pétur Blöndal sagði í viðtali við DV. að þeir hefðu gjarnan hæstu launin sem yllu mestu tjóni.

"Verfallsrétturinn er stjórnarskrárbundinn réttur til að beita ofbeldi. Þeir hafa hæstu launin út úr kjarasamningum sem valda mestu tjóni þriðja aðila, verstu tjóni án mikils eigin framlags," sagði Pétur H. Blöndal, 

 

RUV greindi frá að Clive Stacey, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, hvetur flugmenn Icelandair til að draga úr launakröfum sínum. Hann segir furðulegt að fámennur hópur flugmanna geti haldið íslenskum ferðamannaiðnaði í gíslingu.


RUV sagði einnig frá því að flugmenn færu fram á allt að 30% hækkun launa.


Um launakröfur flugmanna mátti svo lesa á Pressan.is

"Byrjendalaun flugmanns hjá félaginu, eru um 500.000 krónur. Ofan á það bætast svo við önnur laun, yfirvinna og aðrar greiðslur, og skv. útreikningum má gera ráð fyrir því að þau nemi um 100.000 krónum," segir í Morgunblaðinu. "Þá eru dagpeningar enn óreiknaðir, en þar má gera ráð fyrir um 150.000 kr. til viðbótar. Samtals gerir þetta um 750.000 krónur, en hafa ber í huga að dagpeningar eru ekki skilgreindir sem laun, heldur eiga þeir að duga fyrir útlögðum kostnaði."

"Flugmaður með tíu ára starfsaldur hefur 650.000 krónur í grunnlaun. Algengar aukagreiðslur eru 150.000 krónur á mánuði og dagpeningar 200.000 krónur. Í heild gera þetta um eina milljón króna.

Eftir 25 ára starf geta greiðslur til flugstjóra alls numið 1.700.000 krónum. Þar af eru 1.150.000 krónur í mánaðarlaun, 300.000 krónur í önnur laun og um 250.000 krónur í dagpeninga".

 

Visir.is

"Flugstjórar hjá Icelandair eru flestir með mun hærri heildarlaun en forsætisráðherra og bróðurpartur flugmanna er á ríflegum ráðherralaunum. Þeir sætta sig ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði".

 

Mbl.is

Af 100 launahæstu starfsmönnum félagsins voru 92 flugmenn," 

 

RUV.

"Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vinnustöðvanir hafi margfeldisáhrif: "Þau eru að hafa mikil áhrif á hverjum einasta degi núna, vegna þess að það er verið að aflýsa flugferðum á hverjum degi. Við erum búin að missa mikið af hópum og annað núna síðustu daga. Þannig að við erum að finna verulega fyrir afbókunum".

 

"Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Iceland Excursions, segir að ferðamenn hafi afbókað rútuferðir hjá þeim og fyrirtækið verði að endurgreiða þeim sem búnir séu að greiða fyrirfram. Þetta gildi um einhverja farþega hafi bókað ferðir á næstu tveimur vikum: "Það er að breyta sínum plönum. Það er að afbóka og fá endurgreitt. Menn vilja ekki taka áhættu á að fara upp á eyju í miðju Atlantshafi og verða innilyksa þar".

Þá hefur hann áhyggjur af því að erlendar ferðaskrifstofur tapi peningum, sem geti skaðað íslenska ferðaþjónustu til lengri tíma".

 

Mbl.is

Fjártjónið er gríðarlegt að sögn Bjarnheiðar. "Þetta eru tapaðar tekjur fyrir alla sem að þessu standa. Það eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn, ferðaskrifstofur, hótel, veitingastaðir. Bara þessir hópar fela í sér tugmilljóna tap," segir hún.

Hina hliðina á málinu segir hún vera ímyndarskaðann. "Þegar þú ert að ferðast og heyrir af einhverju sem er í gangi í landinu, verkföllum eða náttúruhamförum, þá upplifirðu sem svo að áfangastaðurinn sé óöruggur og þú ferð frekar eitthvað annað. Ég er handviss um að það fari að streyma inn afbókanir ef þetta heldur áfram."

 

Sé dregin einhver ályktun af þeim fréttaflutingi af málinu sem borið hefur fyrir augu og eyru að undanförnu, verð ég að segja eins og er að hún er þá helst sú að tjónið er mikið og ég hef litla sem enga samúð með flugmönnum í kjarabaráttu þeirra og tel málstað þeirra í dapurlegra lagi. Sérstaklega ef laun þeirra eru borinn saman við kjör ýmissa annarra stétta í íslensku samfélagi sem óskað hafa eftir leiðréttingu sinna mála að undanförnu og fengið 2,8% hækkun sem deilst hefur niður á næstu 12 mánuði.

En vopn flugmanna virðast ætla að bíta rétt eins og kjarnorkuógnin í Kalda stríðinu, árangurinn gæti orðið í réttu hlutfalli við eyðileggingamáttinn, öll sátt um hóflegar kjarabætur á línuna verður endanlega fyrir bí og við verðum fljótlega komin með talsverðan efnivið í nýja verðbólguskriðu.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495526
Samtals gestir: 54633
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:10:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni