29.06.2014 01:21

Svona var á Sigló (2)


939. Í vikunni fékk ég skilaboð frá honum Ásmundi í Smekkleysu (áður í Gramminu) um að finna sig sem snöggvast þegar ég mætti vera að, sem ég varð auðvitað fljótt og vel við.

Erindið sem hann Ási átti við mig kom mér svolítið þægilega á óvart, því hann tjáði mér að fundist hefðu við tiltekt í kjallara Smekkleysubúðarinnar að Laugarvegi 35 fáein eintök af "Svona var á Sigló 2". Hann vildi láta mig vita af þessum óvænta "fornleifafundi" sem fyrst ef ég gæti nýtt mér þá eitthvað þetta efni sem er frá árinu 2004.

Það taldi ég mig svo sannarlega geta, því það hefur verið spurt um þessa diska alltaf annað slagið síðustu árin og ég vissi ekki betur en þeir væru löngu uppseldir.


Segja má að það hafi komið mér skemmtilega á óvart hvað það kom honum skemmtilega á óvart, hvað það kom mér aftur skemmtilega á óvart að þessir diskar höfðu fundist.

(Er ástæða til að orða þetta eitthvað öðruvísi)???


Því hefur disk númer tvö af "Svona var á Sigló" verið komið fyrir í annarri CD-hillunni af tveimur í bakaríinu hjá honum Kobba einum staða á landinu sem þykir mér vera hinn besti og eðlilegasti fyrir afurðina.

 

Á disknum eru 10 lög.

1. Sem lindin tær. Casano Conti / Bjarki Árnason, flutt af Hlöðve Sigurðssyni

2. Gautasyrpa. Syrpa af lögum sem Gautarnir hafa gefið út sungin af Balda Júll, Rabba Erlends, Selmu Hauks, Stebba Fidda, Ella Þorvalds, og Jómba Hilmars.

3. Ég átti von á því. Svavar Benediktsson/ Jakob Jónasson flutt af Þorvaldi Halldórssyni.

4. Bréfið hans Óla. Sven Gyldmark/ Sigurður Ægisson flutt af Kristbirni Bjarnasyni.

5. Eftir Ballið. Leó R. Ólason/Hafliði Guðmundsson flutt af Rut Reginalds

6. Dagdraumur. Maxted/Hafliði Guðmundsson - Blandaður kvartett.

(Þorvaldur Halldórsson, Eva Karlotta Einarsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Hólmfríður Rafnsdóttir).

7. Heim á Sigló. Jeff Christie/ Leó R. Ólason - flytjandi Ómar Hlynsson

8. Kveiktu ljós. Springfield/Hafliði Guðmundsson - Blandaður kvartett.

(Þorvaldur Halldórsson, Eva Karlotta Einarsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Hólmfríður Rafnsdóttir).

9. Ég er í stuði. Guðmundur Ingólfsson - flytjandi Guðmundur Ingólfsson.

10. Ekki meir. Eva Karlotta Einarsdóttir - flytjendur Eva Karlotta og Ragna Dís Einarsdætur.


En þess utan er unnið að því að undirbúa næstu Siglóferð. Því miður tókst mér aðeins að kría út eina viku í bili af sumarfríinu mínu sem er sú fyrsta í júlímánuði og er henni að sjálfsögðu hvergi betur varið en á heimaslóðum.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni