10.07.2014 17:10

Kominn heim



940. Þá er annar hluti sumarleyfisins að baki og honum var að sjálfsögðu eytt á heimaslóðum, en því miður í mikilli rigningu nær alla dagana. En skítt með það, þetta var alla vega miklu meira nærandi fyrir sálina og andann en einhver sólarlandaferð þar sem maður eyðir tímanum að mestu í að elta skuggann af næsta húsi og kæla sig niður með öllum tiltækum ráðum eins og ég gerði hérna um árið.

Það var árið 1983, eða kannski var það 1984 (man það ekki alveg upp á tíu) sem ég dvaldi í heila viku í svækjunni á Spáni og fannst alveg nóg um þrátt fyrir að senn færi að líða að lokum septembermánaðar. Dagurinn byrjaði gjarnan á því að ég rölti út á barinn gegnt hótelinu þar sem ég bjó og fékk mér einn svellkaldann af stærri gerðinni, gekk síðan upp að hótelblokkinni og settist niður í forsæluna skuggamegin við húshornið. tíminn leið og sólin sem var á ferðalagi rétt eins og ég, fetaði sig frá austri til verstur allt þar til hún gægðist fyrir hornið mér til mikils ama. Þá var fátt annað að gera en að endurnýja það sem til þurrðar var gengið í könnunni þótt stór væri, og rölta síðan aftur til baka. Ekki þó á sama stað, heldur fyrir þar næsta horn, vitandi að þangað myndu sólargeislarnir ekki ná að skína fyrr en degi var tekið að halla og það versta afstaðið. Þá var þó enn eitt horn fyrir að fara ef þörf var á áður en myrkrið hvolfdist yfir eins og tjald að lokinni leiksýningu. Já það er víst lítið um bjartar nætur þarna suður frá. Ég varð því þeirri stundu fegnastur þegar ég komst aftur heim og hef ekki lagt leið mína í suðurálfu síðan.

 

En það var alls ekki þetta sem ág ætlaði að nefna, heldur það að ég rakst á þessa gömlu úrklippu frá árinu 1949 þar sem bregður fyrir nöfnum manna sem munu lifa í minningunni. Alvörumenn sem voru sannir góðborgarar síns tíma og settu svo sannarlega svip sinn á bæjarbraginn og það svo um munaði.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 285
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496781
Samtals gestir: 54811
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 10:47:59
clockhere

Tenglar

Eldra efni