15.07.2014 05:15
Og þá komu menn saman til að gráta...
941. Ég rakst á þessa gömlu en sögulegu Polaroidmynd (hér að neðan) þegar ég var að gramsa í gömlu dóti eins og ég geri svo oft (en
allt of sjaldan þó, því nóg er til). Ég horfði á hana um stund, gruflaði stutta
stund í lágþokubökkum hugans og velti fyrir mér staðnum og stundinni, en eftir svolitla
stund rann upp það ljós sem dugði til þess að varpa ljósi á þetta löngu liðna augnablik og ljúfsára minningarbrot.
Myndin var tekin þ. 9. okt.
1986, eða daginn sem Stöð 2 fór fyrst í loftið og Jón Óttar flutti hljóðlausa ávarpið
sem frægt er
Þá hafði ég rekið
myndbandaleiguna Videóbjörninn við Hringbraut 119 (við hliðina á JL húsinu) í
u.þ.b. tvö ár ásamt þeim Guðnýju Reimarsdóttir, Sverri Tryggvasyni, Pétri Ólafssyni,
Birgi Kristmundssyni og Trausta Reykdal, en hann er Siglfirðingur sem býr á
Eskifrði og er sonur Varða málara sem bjó eitt sinn á Túngötu 10.
Þetta var dagurinn sem
heimurinn hrundi. Ég hafði leigt út heilar fjórar spólur frá því snemma um
morguninn og ástandið var ekkert ósvipað hjá öðrum í bransanum sem ég hafði
haft spurnir af.
Við sem á myndinni erum, vorum
allir góðir kunningjar og samherjar, komum saman að loknum þessum örlagaríka degi
inni á lagernum hjá mér og bárum saman bækur okkar. Við vorum svartsýnir á
framtíðina og töldum víst að nú væri videóævintýrið sem átti að
Á myndinni eru frá vinstri
talið: Ástmundur Gíslason (hálfbróðir Röggu Gísla söngkonu), Ísleifur
Haraldsson (rak nokkrar leigur í Grindavík og á Reykjavíkursvæðinu ásamt Magnúsi
mági sínum og eiginkonum), Jón Björgvins (okkar maður á siglo.is), Ólafur Guðmundsson
og (hálfbróðir Ásmundar) og Árni Sigurjónsson (mágur þeirra Ásmundar og Ólafs),
allt frábærir drengir.
Þeir Ástmundur, Ólafur og Árni
ráku myndbandaleigurnar Videosport að Háleitisbraut, Ægissíðu og í Eddufelli ásamt
myndbandaútgáfu og framleiðslufyrirtækinu Bergvík. Þeir Ástmundur og Árni eru nú
fallnir frá, enÓlafur rekur enn Bergvík ásamt fjölskyldu sinni.
Ég gat ekki setið á mér að vera
svo andstyggilegur að kroppa út andlitið á Nonna Björgvins og stækka það eins
og sést á myndinni hér að ofan, því svipurinn á honum er svo innilega lýsandi
dæmi um ástandið á okkur öllum sem þarna sátum. (Sorrý Nonni).