30.07.2014 06:54
Skoger til sölu
944. Ég rakst á þessa
auglýsingu þegar ég brá á svolítið á netflakk sem er ekki svo ýkja óalgengt.
Hún birtist í Siglfirðingi síðla sumars árið 1936 og það er ekki alveg laust
við að ég hafa velt aðkomu Andrésar Hafliðasonar að málinu eitthvað fyrir mér,
en eflaust kann hann Jón Andjes þó öll svör við því.
Skoger er búinn að vera huti
af hinu Siglfirska landslagi svo lengi sem flestir sveitungar muna aftur í
tímann. Þó hitti ég burtfluttan mann fyrir nokkru sem sagði mér frá minningum
sínum um það þegar atburðurinn átti sér stað í frumbernskunni og logandi flakið
rak fyrst út, en síðan inn fjörðinn aftur þar til það strandaði þar sem það situr
enn sem fastast. Reyndar er það svo að ég vildi ógjarnan sjá þetta spor sögunnar
hverfa að fullu þó það hljóti samt að gerast í fyllingu tímans.
Skoger nýbyggt við bryggju skipasmíðastöðvarinnar í Svelvik í Noregi, árið 1921.
"Samkvæmt upplýsingum frá norska sjóminjasafninu var
Skoger tréskip, byggt árið 1921 í Svelvik í Noregi. Það var 48 metra langt, 10
metra breitt og það risti 4,5 metra. Vélin var 320 hestöfl. Fyrst var skipið
gert út frá
Í maímánuði 1934 skemmdist skipið þegar eldur kom upp
í því þar sem það var til viðgerðar í Porsgrunn. Skipið var þó gert upp og
tekið fljótlega aftur í notkun. Í skýrslum um norska skipsskaða segir að upptök
eldsins 1936 hafi verið neisti frá gufukatli sem hafi komist í gas. Sama
heimild segir að skipstjórinn hafi fengið áminningu og sekt (40 norskar krónur)
fyrir að hafa björgunarbúnað ekki í lagi".
Um þetta ritar Jónas
Ragnarsson grein sem birtist á síðunni siglfirdingur.is og heitir "Skoger á
Skútufjöru.
Og Jónas skrifar áfram.
"Árið 1936 var gott síldarár. Um miðjan ágúst hafði
"aldrei áður verið veidd líkt því eins mikil síld til bræðslu," að sögn
Morgunblaðsins. Fimmtudaginn 20. ágúst var líflegt um að litast á Siglufirði.
Mörg íslensk síldveiðiskip lágu við bryggju og á annað hundrað erlend skip voru
úti á firðinum. Erlendi veiðiflotinn hafði víst aldrei verið jafn stór. Skipin
voru flest í höfn vegna norðaustan hvassviðris úti fyrir Norðurlandi, en það
hafði staðið í nokkra daga.
Laust eftir klukkan átta að kvöldi þessa dags kom
skyndilega upp eldur í einu norsku skipanna úti á höfninni. Það hét Skoger og
var um 580 brúttótonn að stærð. Skipið hafði komið til Siglufjarðar tveimur
dögum áður. Í því voru um 2000 tunnur af síld sem söltuð hafði verið um borð,
500 tómar síldartunnur og 500 tunnur af salti. Í olíugeymum skipsins voru 8
tonn af olíu (sumar heimildir nefna 30 rúmlestir) og auk þess voru í skipinu
átta föt af smurolíu".
Slóðin að greininni er: http://www.siglfirdingur.is/v.asp?page=251&Article_ID=92
Þær eru ófáar myndirnar sem teknar hafa verið af bænum þar sem Skoger er ýmist í forgrunni eða gæðir myndflötinn lífi og eykur fjölbreytileika hans.
Snemma um vorið 1965 meðan ég var ennþá níu ára fór ég með móður minni og stjúpa, afa og ömmu í bíltúr yfir á Ás. Þá var þessi mynd tekin, en hún sýnir þáverandi ástand á Skoger og auk þess Lukku, hina mjög svo sérstöku trillu hans Magga á Ásnum. Einnig sést ágætlega í búnaðinn sem hann notaði til að draga hana upp í fjöruna þó það sé nú annað mál.
Þessi mynd er tekin tveimur árum
síðar þegar ég var á ellefta ári og farinn að
Og þá alveg eins og nú var Skoger gamli tilvalinn "átylla" fyrir sjófuglana.