10.08.2014 23:50
Í minningu Blomma
948. Nokkrir aulabrandarar ættaðir
af síðu "Blomma" skömmu áður en hann nennti ekki lengur að safna saman því sem
var fyndið og skemmtilegt að hans mati og margra annarra. En Blommi sem ég veit
reyndar ekki hver er (eða var), átti sinn link og sínar dyr hérna hægra megin á
síðunni sem opnuðust inn á svæði hans sem var fullt af afþreyingargríni af einfaldri
og aðgengilegri gerð sem stundum hentar best. Einhverjir munu þó eflaust hafa
orðið til þess að gagnrýna neðanbeltishúmorinn og andfemínismann sem þar mátti
finna ef djúpt var skyggnst og kannski hefur hann bara verið beittur þrýstingi sem hann hefur ekki
staðist til lengdar. Ég veit ekki. Ég hef ekki spurt hann..
VOND LYKT.
Eldri hjón voru á ferðalagi á
húsbíl í Bandaríkjunum.
Allt í einu skýst eitthvað út
á veginn og lendir undir bílnum. Þau stoppa og athuga málið og sjá að það
liggur skunkur á veginum. Virðist hann vera með lífsmarki svo þau ákveða að
taka hann með og fara með hann til næsta dýralæknis.
Þau taka skúnkinn og leggja á
gólfið í bílnum og keyra af stað.
"Skúnkurinn
skelfur", segir konan, "ætli honum sé ekki bara kalt".
"Settu hann þá á milli
fótanna á þér", segir maðurinn.
"En lyktin?", segir
konan.
"Já, haltu bara fyrir
nefið á honum."
BÍLVELTA.
Hjón sem voru á leið austur
fyrir fjall í síðustu viku lentu í því á miðri Hellisheiði að bíllinn valt og
maðurinn lenti undir bílnum, töluvert slasaður. Bílinn hafði lent við álfahól
og út úr hólnum kom álfur. Eitthvað hefur álfurinn vorkennt karlinum svo hann gaf
honum tvær óskir.
Æ, ég vildi nú komast undan
bílnum heill heilsu, stundi karlinn.
Ekkert mál, sagði álfurinn og
undan komst karlinn heill heilsu.
Hver er hin óskin? spurði
álfurinn.
Ja, mikið vildi ég geta pissað dýrindis kampavíni í hvert skipti sem ég þarf að
pissa, sagði karlinn.
Ekkert mál, sagði álfurinn og
hvarf á braut.
Hjónin komust með hjálp aftur
í bæinn og þegar karlinn fór næst á klósettið heima hjá sér, þá mundi hann
eftir síðari óskinni svo hann hrópaði "Heyrðu kona komdu með glas. Síðan
pissaði karlinn í glasið og fékk sér sopa. Jú, dýrindis kampavín var í glasinu.
Konan bað nú um að fá að smakka og rétti karlinn henni glasið.
Hún fékk sé svolítin sopa, en
síðan kláraði hún úr glasinu í einum teyg.
Karlinn pissaði þá aftur, hélt
síðan áfram að sötra þessar eðalveigar og var duglegur að bæta í glasið.
Nú vildi frúin fá meira
kampavín úr glasinu en karlinn leit á hana yfir glasbarminn og sagði:
Nei heyrðu nú kelli mín,ef
þig langar í meira þá drekkur þú sko af stút !!!!!!
REGLUR UM SVEFNHERBERGISGOLF.
1. Hver leikmaður skal vera
útbúinn eigin tækjum fyrir leiki, venjulega einni kylfu og tveimur kúlum.
2. Aðeins má leika á vellinum
með samþykki eiganda holu.
3. Ólíkt utanhúsgolfi er
takmarkið að setja kylfuna í holuna en halda kúlunum utan hennar.
4. Til þess að fá sem mest út
úr leiknum verður kylfan að hafa sterkt skefti
5. Vallareigandi hefur
heimild til þess að kanna þykkt skeftis áður en leikur hefst.
6. Eigandi vallar getur
takmarkað lengd kylfu til þess að holan skemmist ekki.
7. Takmarkið er að ná eins
mörgum baksveiflum og þurfa þykir eða allt þar til eigandi vallar er ánægður og
telur leik lokið. Takist þetta ekki getur það haft þær afleiðingar að ekki
verði aftur veitt heimild til þess að leika á vellinum.
8. Það þykir
óíþróttamannslegt að hefja leikinn strax og komið er að velli. Reyndir leikmenn
byrja á að dást að vellinum og veitir gryfjum sérstaka athygli.
9. Leikmenn eru varaðir við
því að minnast á aðra velli sem þeir hafa spilað á á meðan á leik stendur.
Æstir vallareigendur hafa eyðilagt útbúnað leikmanna af þeim sökum.
10. Til öryggis eru leikmenn
hvattir til þess að hafa með sér regnfatnað.
11. Leikmenn skulu
skipuleggja leikinn vel, sérstaklega ef leikið er á nýjum velli í fyrsta
skipti. Fyrrverandi leikmenn hafa orðið ásáttir, komist þeir að því að einhver
annar er að spila á velli sem þeir töldu í einkaeign.
12. Leikmenn skulu ekki
13. Leikmönnum er uppálagt að
fá leyfi hjá vallareiganda ætli þeir að spila í bakgarði hans.
14. Mælt er með hægum leik en
leikmenn skulu alltaf vera viðbúnir því að setja á fulla ferð a.m.k. tímabundið
að ósk vallareiganda
15. Sigurvegari er sá sem spilar
sömu holuna oftast í sama leiknum.