19.08.2014 13:17
Halli Gunni og Hugsjónafólkið
950. Í dag þ. 19. ágúst eru liðin 75 ár frá stofnun Blindrafélagsins, en af
því tilefni verður efnt til mikilar afmælishátíðar á Hilton hótel í kvöld. Þar
mun meðal annarra hljómsveitin "The Visionaries" eða "Hugsjónafólkið",koma fram, en hana skipa þau Gísli
Helgason, Hlynur Þór Agnarsson, Rósa Ragnarsdóttir og okkar maður Haraldur G. Hjálmarsson
eða Halli Gunni.
Hljómsveitin sem var stofnuð
fyrir tveimur árum, er frábrugðin öðrum sveitum að því leyti að allir
meðlimir hennar eru sjónskertir, og í kvöld mun hún leika tónlist eftir sjónskerta
og/eða blinda höfunda innlenda sem erlenda.
Sjá umfjöllun í Mbl. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/18/sjonskert_tonlistarfolk_heidrad/
"The Visionaries" hafa komið nokkrum sinnum opinberlega fram, m.a. í
vinnustofu listamanna á Korpúlfsstöðum sem buðu til Myrkurkvölds og efndu þar
til óvenjulegrar myndlistarsýningar sem nefnist "Ljós í myrkri". Þar var aðeins
lýst upp með lítilli ljóstýru frá kertum fyrir þá sem ekki treystu sér til að rata í myrkri til að sem minnstur munur yrði á upplifun sjáandi og blindra gesta, en verkin
voru öll áþreifanleg og/eða þrívíð.
Hljómsveitin tók einnig lagið í morgunútvarpi RÚV fljótlega eftir stofnun hennar í apríl 2012 og hélt um svipað leyti tónleika á Café Rosenberg.
-
Og svo verð ég endilega að
bæta því við að hann Leó Ingi á líka afmæli í dag.