23.09.2014 14:53

Hafliði SI - sá hinn fyrri



956. Í ár eru liðin hundrað ár frá því að Hafliði hinn fyrri kom í bæinn, en frá því segir í blaðinu NORÐURLAND þ. 23. maí 1914. Splunkunýtt glæsifley sem Helgi Hafliðason kaupmaður og útgerðarmaður lét byggja af miklum stórhug og myndarskap.

 


Hafliði hreppstjóri


Báturinn bar nafn mektarmannsins Hafliða hreppstjóra föður Helga, en það mun síðutogarinn Hafliði einnig hafa gert sem kom í Siglufjarðar nokkrum áratugum síðar. Því miður fann ég hvergi mynd af hinu glæsilega þilskipi þrátt fyrir talsverða leit, en fróðlegt væri að vita hvort hana er einhvers staðar að finna.

 


Helgi Hafliðason.


Þegar Hafliði lést árið 1917 var Helgi kosinn í hreppsnefnd í hans föður síns og má lesa í blaðinu FRAM að hann hafi þar notið verulegs stuðnings siglfirskra kvenna. Í sömu grein er einnig nefnt að mikils megi vænta af slíkum dugnaðarmanni.

Verslun Helga Hafliðasonar var í húsi númer 8 við Aðalgötu, en þar brann um 1930. Gert var við húsið og eftir það höfðu þeir Jón skóari og Halldór læknir aðstöðu þar árum saman. Þegar Kiwanismenn keyptu neðri hæðina, rifu þeir innan úr henni og gerðu hana upp, sáust vel merki brunans í timburverkinu. Og fyrir þá sem ekki átta sig á hver maðurinn var, má geta þess að hann var afi Sigurðar Hafliðasonar fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495898
Samtals gestir: 54728
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:47:04
clockhere

Tenglar

Eldra efni