13.12.2014 08:30
Og enn koma jólin með öllum sínum fylgifiskum og kvillum
968. Það var seinustu viku í septembermánuði þetta árið að ég sá fyrstu jólaseríurnar þar sem þær
voru komnar upp á girðingu og út í glugga við Álfhólsveginn í Kópavogi.
"Það á aldeilis að taka jólin
snemma hjá þessum jólabörnum" hugsaði ég með mér.
Jólin eru vissulega tími
gleði og samverustunda eða eiga alla vega að vera það, líka ljóss og friðar, óteljandi
pakka undir ofhlöðnu jólatrénu og svo kýlum við vömbina út af hrokafullum diskum
af jólakjöti ásamt viðeigandi meðlæti, malti og appelsíni plús ábót og kemur
auðvitað brauðterta, ís og ávextir á eftir.
Og svo allt nammið maður,
vááááá, - gaman, gaman!
Æðislegur tími, sérstaklega
ef við horfum á jólin í gegn um þá gerð af "Disneygleraugum" sem gjarnan eru
notuð til að glimmergera þessa síðustu daga ársins og fáeina til viðbótar fram
á það næsta.
Jólin kosta þjóðina átta
milljarða króna í ár fyrir utan vask ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar
gengur eftir. Átta milljarðar samsvara því að hvert mannsbarn eyði um
þrjátíuþúsund krónum í jólin og eru þá allir taldir, ómálga börn sem elliær
gamalmenni.
Það segir manni að þeir sem
raunverulega borga jólin þurfi að punga út talsvert meira fé.
Finna má spurninuna víða á
netinu og svör við henni sem eru allt frá engu og upp í hálfa milljón eða svo.
Margir nefna 100 til 300 þúsund.
Jólin eru líka íþyngjandi
fyrir marga, því þau eru oft tími kvíða og þunglyndis, jafnvel örvæntingar og
drungalegra hugsana. Neysluhyggjan er alls ráðandi og það er mikill þrýstingur
á margan manninn sem bæði stenst hann illa og á svo enn erfiðara með að standa
undir afleiðingunum.
Á jólunum skerpast líka
andstæður fólksins í landinu eða hinna tveggja þjóða sem í því búa. Þeir fátæku
verða þá ennþá fátækari, þeir einstæðu verða aldrei einstæðari og það er
umhugsunarvert að það hringja aldrei fleiri í 1717 hjálparsíma Rauða krossins
en einmitt á jólunum.
Eftir áramótin koma svo
jólatimburmennirnir með auknum fjárhagserfiðleikum vegna óhófsins og metingsins
þegar innistæðulaus glansmyndin fellur saman með brothljóðum.
Það er ekki laust við að
maður veri bæði reiður og leiður þegar greinarkorn síðan í desember á síðasta
ári dúkkar upp á skjáinn.
Kíkið endilega á: http://bleikt.pressan.is/lesa/jolakvidi-mun-ekki-geta-gefid-bornum-minum-neitt-a-adfangadag/
og lesið alla greinina.
Eru jólin kannski farin að
"úrkynjast" svolítið?
Sérvalinn hópur smekkmanna
hefur útnefnt jólagjöf ársins í ár sem er "nytjalist" og verður hugmyndin að
teljast mikið og gott afturhvarf til raunveruleikans frá t.d. árinu 2011 þegar
spjaldtölva var það sem hlaut tilnefninguna og aðeins voru liðin þrjú ár frá
hruni.
Það var líka eftir því tekið
að þá sat Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsráðgjafi í dómnefndinni, en hún er
sambýliskona Bjarna Ákasonar eiganda Epli.is sem selur einmitt
Apple-spjaldtölvur. Skrýtin tilviljun það. Líklega hafa sérfræðingarnir sem
hafa vit fyrir þeim sem minna vita um hvað er mest "inn" þá stundina, lært sína
lexíu af fjölmiðlaumfjölluninni sem varð í kjölfarið af því óheppilega vali og
vilja bæta ímynd sína og ráð.
Bara gott um það að segja.
"Verið velkomin á jólahlaðborð og jólabrunch 2014 á
Grand Hótel Reykjavík. Við tjöldum öllu til svo þið getið átt góða stund saman í
aðdraganda jólanna, hvort sem það er með vinunum, vinnufélögunum eða
fjölskyldunni.
Jólahlaðborðin fara fram í glæsilega skreyttum
veislusölum og geta gestir valið á milli þess að hlýða á ljúfa tóna Bjarna Ara
eða Helga Björns í syngjandi sveiflu".
Þannig auglýsir Grand Hótel.
Verðið er kr. 9.900 föstudaga og laugardaga, en aðeins kr. 8.900 sunnudaga.
JÓLAHLAÐBORÐ í Perlunni er á
9.500 kr., 9.200 í Bláa Lóninu, 7.900 á Fjörukránni, 8.600 á Hótel Geysi og svo
mætti lengi telja.
Jólatónleikar eru fyrir löngu
orðnir órjúfanlegur hluti af aðdraganda jólanna og margir slíkir eru í boði um
land allt. Þeir umfangsmestu þó hér á Reykjavíkursvæðinu sem eðlilegt er, því á
suðvesturhorninu er jú stærsti kaupendamarkaðurinn.
Það er þó að öllum líkindum
ekki hvorki andi jólanna eða köllun tónleikahaldara vegna fæðingarhátíðar
frelsarans sem er hvatinn af þeim, heldur að sjálgsögðu aðeins vonin um
beinharða peninga og skyndigróða.
Okkar ástsæli söngvari Pálmi
Gunnarsson stendur fyrir tónleikunum "Gleði og friðarjól" í
Eldborgarsal Hörpu, og svo
verða þeir auðvitað líka norðan heiða í núverandi heimabæ söngvarans Akureyri.
Nánast uppselt er í Hörpuna
sem tekur 1.600 - 1.800 manns í sæti og ekki er ólíklegt að svipað sé uppi í
Hofi sem tekur 510 manns. Ef ég reikna nokkurn vegin rétt þá ætti umræddur Pálmi
að geta gert sér vonir um að selja miða fyrir u.þ.b. 28 millur.
Björgvin Halldórsson hugsar
þó stærra því hann heldur sína "Jólagesti" í Laugardalshöllinni sem tekur um 2.800
manns í sæti ef mínar upplýsingar eru réttar. Miðaverð er breytilegt eftir
svæðum eða allt frá 6.990 og upp í kr. 12.990. Hann auglýsir að uppselt sé á
tónleikana, en hefur bætt við aukatónleikum sem er líka að verða uppselt á.
Ef við margföldum 2.800 manns
sinnum tvennir tónleikar sem
Ég vil auðvitað taka það fram
að reikningsaðferðin er ekki mjög nákvæm, en niðurstöðurnar hljóta samt að gefa
sterka vísbendingu um jólatónleikabransann.
Þá eru ótaldir þeir Bubbi,
Páll Rósinkrans og Margrét Eir, Sigríður Torlacius og Sigurður Guðmundsson,
Stefán Hilmars, Jón Jónsson, Hátíð í bæ með þeim Helgu Möller, Guðrúnu Gunnars,
Ragga Bjarna o.fl., Sætabrauðsdrengirnir, Borgardætur, KK og Ellen, Páll Óskar
og Monika, jólatónleikar Symfó og einnig stormaði sveitamaðurinn Geimundur stjörnum
prýddur inn á hinn Reykvíska jóla og sveiflumarkað í ár og svo mætti næstum því
endalaust telja.
Eitt sagði mér þjónn sem
starfaði í Naustinu sáluga að undantekningalítið hefði verið tap á rekstrinum ellefu
mánuði ársins eftir að Kalli í Pelsinum keypti húsið, en þá hefði húsaleigan
margfaldast. Svo hefði dæmið snúist við í desember, því jólahlaðborðin hefðu þá
náð að snúa tapinu í gróða á ársgrundvelli þær þrjár vikur sem boðið hefði
verið upp á þau.
Höfundur óskalags þjóðarinnar
Bjartmar Guðlaugsson samdi jólabrag árið 1987 og komst jafn ágætlega að orði
eins og við var að búast frá þeim orðheppna manni.
Þá desembernóttin leggst yfir daginn, með drunga og
birtu í bland.
Og mannfólkið hræðist öll ógreiddu gjöldin, og allt er
að sigla í strand.
Þá nauðungaruppboðin blómstra á ný, því eitthvað er
alls staðar að.
En eitt er svo skrýtið við allt þetta basl, að Jesú
bað ekki um það.
Þá velklæddir víxlarar musterin fylla, af fánýtu
glingri og drasli.
Og mennirnir lenda á júrókard bömmer, svo nýjárið
byrjar með basil.
Þá pabbarnir stressast en rukkarar hressast, því
eitthvað er alls staðar að.
En eitt er svo skrýtið við allt þetta basl, að Jesú
bað ekki um það.
Og leikfangahillurnar fyllast af morðóðum geimverum
gerðum úr plasti.
Þar Svarthöfði, Skelector, He-man og Sira, sprengdu
upp fjárhús úr basti.
Þá krakkarnir stressast og heildsalar hressast, því
eitthvað er alls staðar að.
En eitt er svo skrýtið við allt þetta basl, að Jesú
bað ekki um það.
-