18.08.2007 09:31

Draugurinn í Dyrhólaey.

396. Fyrir nokkru síðan kom Magnús Skarphéðinsson fram í Kastljósi og sýndi þjóðinni merkilegar ljósmyndir þar sem draugar og aðrar yfirskilvitlegar verur höfðu slæðst inn á. Í einu tilvikinu var meira segja um ljosálfa að ræða ef ég man rétt, en þeir flokkast líklega með sjaldgæfustu tegundum dulfullra fyrirbæra. Myndirnar lagði Magnús fram sem sönnun þess að slíkar verur væru á ferðinni í mannheimum og þó að mannskepnan yrði þeirra ekki alltaf var, væri erfiðara fyrir þær að gæta sín á myndavélalinsunni. Leitað var til sérfræðings, eða atvinnuljósmyndara og hann spurður álits. Hann taldi að um einhvers konar galla í myndinni væri að ræða. Til dæmis flögu eða óhreinindi á linsunni og kvað slíkt ekki svo mjög óalgengt. En Magnús hló við og vildi eyða sem minnstu af dýrmætum tíma sínum í að sannfæra vantrúaða. Skömmu síðar var draugurinn í Dyrhólaey afhjúpaður í öðrum Kastljósþætti.

Og þar sem ég var þarna á ferðinni á dögunum í fyrsta skipti á ævinni, þótti mér rétt að gefa mér góðan tíma til að skoða þetta stórkostlega náttúruundur sem Eyjan og umhverfi hennar er. Og þá rakst ég á drauginn hans Magnúsar og ákvað að kynnast honum betur.



"Þarna má sjá einhverja veru líða áfram eftir einhvers konar fjárgötu. Ög eins og sést glöggt ef myndin er skoðuð vel, hefur hún enga fætur heldur svífur áfram í lausu lofti." U.þ.b. þannig lýsti Magnús myndinni.



Ég gekk varlega nær og eftir svolítinn spotta smellti ég annarri mynd á fyrirbærið sem virtist enn hafa nokkuð mannlegar útlínur.



En eftir því sem nær dró sannfærðist ég um að Magnúsi hefði tekist bærilega að gera sig að fífli í umræddum þætti.



Og þegar hér var komið fannst mér ekki leika nokkur vafi á að svo var.



Og hér sést "fjárgatan" vel sem draugurinn í Dyrhólaey líður eftir í lausu lofti.



En þetta er hins vegar miklu dularfyllra, óútskýranlegra og öllu illskeyttara kvikindi sem náðist mynd af við brúna yfir Klifanda sem er þarna skammt frá. Ég hyggst senda Magnúsi Skarphéðinssyni formanni sálarrannsóknarfélagsins þessa mynd svo hann geti lagt hana fram í Kastljósi og bjargað andlitinu frá því síðast. Þá getur hann sjokkerað þjóðina með þessum óræku og óhrekjanlegu sönnunum um Klifandamóra sem á það til að vera hálfgagnsær að hluta eða öllu leyti, kemur stökkvandi og æpandi að fólki og leggur ljósmyndara sérstaklega í einelti eins og hér sést með afgerandi hætti.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477374
Samtals gestir: 52747
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 06:21:46
clockhere

Tenglar

Eldra efni