04.11.2008 20:55

Aftur og meira um kreppuna.



510. Við erum farin að nærast á kreppunni
á vissan hátt, tölum í sífellu um kreppuna, segjum kreppubrandara í tíma og ótíma, leitum að sökudólgum og kreppuvöldum, veltum fyrir okkur orsökum og afleiðingum kreppunnar og svo erum við farin að syngja um kreppuna. Eftirfrandi var stungið að mér í dag, en þarna er greinilega á ferð að upplagi hið ljúfsára ljóð sem Villi Vill söng á sínum tíma. Nú er hins vegar búið að aðlaga það nýjum og breyttum aðstæðum sem eru orðnar þær ríkjandi í þjóðfélaginu.

Skuldugur
 
(Lag - Söknuður)

 

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður

Og heldur blankur, því er verr

Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður

Betur settur en ég er

 

Eitt sinn verða allir menn að borga

Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það, en samt verð ég að segja,

að lánið fellur allt of fljótt.

 

Við gátum spreðað, gengið um,

gleymt okkur í búðunum.

Engin svör eru við stjórnarráð

Gengið saman hönd í hönd,

Saman flogið niður á strönd.

Fundið stað, sameinað beggja lán.

 

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé

Í veski mínu hefur eymdin völd

Í dag ræður bara sultarólin

Nú einn ég sit um skuldavönd

 

Eitt sinn verða allir menn að borga

Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það, en samt verð ég að segja,

að lánið fellur allt of fljótt.

 

Ég horfi yfir bankann minn

Hugsi hvort hann hleypi mér inn

Ég alltaf gat treyst á þig

Í að fjármagna mig

Ég reyndar skulda allstaðar

Þá napurt er, það næðir hér

og nístir mig.



En á vefnum er búið að setja upp síðu þar sem okkur Íslendingum geftst tækifæri til að þakka frændum okkar Færeyingum höfðinglega aðstoð sem þeir hafa boðið í formi láns upp á 6.1 milljarð íslenskar krónur sem eru milir peningar frá þjóð sem telur aðeins 50.000 manns eða einn sjötta hluta Íslendinga.
En þar segir meðal annars.

Telja má víst að öllum Íslendingum hafi hlýnað verulega um hjartarætur þegar fregnir bárust af því Færeyingar ætluðu að lána okkur 300 milljónir danskar krónur, jafnvirði um 6,1 milljarðs króna til nota í erfiðleikum okkar. Algjör pólitísk sátt var um þetta í Færeyjum og segir sú staðreynd okkur meira en nokkuð annað hversu einhuga Færeyingar eru í að bjóða fram aðstoð sína. Við Íslendingar köllum Færeyinga oftast frændur okkar, en eftir þetta tökum við ekki annað í mál en að kalla þá bræður okkar og systur. Íslendingar! sýnum bræðrum okkar og systrum í Færeyjum hversu mikils við metum framlag þeirra og hlýjan hug. Skrifum nöfn okkar á þakkarlistann hér á þessum vef - allir sem einn. Tugir þúsunda Íslendinga hafa skrifað nöfn sín á vefnum indefence.is til að mótmæla fjandskap Breta til okkar. Nú skulum við sýna fram á það að við kunnum líka að þakka fyrir vinskap í okkar garð.


Hvet ég alla til að fara inn á slóðina http://faroe.auglysing.is/ og rita þar nafn sitt og sýna þannig þakklæti þeim sem hafa e.t.v. sýnt okkur meiri frændsemi og hlýhug á erfiðum stundum en við þeim. Gott dæmi um það er söfnun sem þeir stóðu fyrir eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík þrátt fyrir að þá væri kreppa í Færeyjum.
Sú staðreynd að í þeirri kreppu var talið að u.þ.b. 10% þjóðarinnar hefði hrakist úr landi og ekki komið aftur, hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. Það þýðir einfaldlega að samsvarandi blóðtaka hér uppi á Fróni þýddi að við myndum sjá á eftir 30.000 manns alförnum úr landi. Það samsvarar u.þ.b. öllum íbúum Hafnarfjarðar og t.d. Akraness. Eða þá öllum íbúum Hvammstanga, Blönduóss, Skagastrandar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkur, Akureyrar og Húsavíkur.

Það kom hins vegar fram í þættinum "Í mótbyr" sem er á rás 2 kl. 13, að íslensku kreppunni svipar mun meira til þeirrar Finnsku fyrir einum og hálfum áratug síðan. Þá fór atvinnuleysi upp í 30% að meðaltali en náði þó 50% í Lapplandi um tíma. Þeir sem áður höfðu verið taldir þokkalega efnaðir t.d. bankamenn, sáust gjarnan leita matar í ruslatunnum nágranna. Það sem varð til bjargar börnum og unglingum á þessum tíma var að tíðkast hafði að gefa eina heita máltíð í skólum. En reynsla þeirra sem á þessum tíma voru á vikvæmum aldri var vissulega beisk, hún brenndi sig inn í vitund þeirra og olli m.a. aukinni áfengis og eiturlyfjaneyslu og í glæpum. Það er síðan umhugsunarvert að næsta kynsóð þ.e. afkomendur þeirra, sem eru að mæta í skólana á okkar tímum vopnaðir byssum. 

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 318462
Samtals gestir: 34972
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 04:35:11
clockhere

Tenglar

Eldra efni