28.11.2008 21:24

Drossía



517. Sú var tíðin að allir flottir bílar voru kallaðir drossíur og hér getur að líta eina slíka. Myndin er tekin á Hverfisgötunni sem er sýnilega öllu þrengri en hún er í dag. Þetta straumlínulagaða ökutæki er beint fyrir framan Hverfisgötu 11, æskuheimili mitt þar sem Tryggvi Sigurjóns og fjölskylda hans býr í dag. Í húsinu sem næst er hægra megin bjó Sigga Gísla móðir Tona kennara, en hann býr þar enn í dag yfir sumarið. Vinstra megin er svo Aðventkirkjan sem nú er horfin fyrir margt löngu síðan og þar er nú komið bílastæði. Það vekur athygli mína að ekki sést í kirkjuturninn sem gæti bent til þess að myndin sé tekin fyrir 1932, en það ár var kirkjan byggð.

Veit annars nokkur hvaða árgerð bíllinn er eða þá tegund?

Ekki veit ég hver er þarna á ferð og ef einhver hefur nokkra hugmynd um það væru þær upplýsingar vel þegnar.

Myndin er úr safni afa og ömmu.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 380
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 318004
Samtals gestir: 34874
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:58:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni