25.02.2009 08:59

Fyrir hunda og manna fótum

544. Þessi "hlutur" blasti við mér í nýföllnum snjónum þegar ég fór á stjá einn morguninn á dögunum. Ég var eiginlega alveg furðu lostinn, því ég átti satt að segja ekki von á því að rekast hluti eins og þessa þar sem ég gerði það. Nú var ekki um það að ræða að það væri á víðavangi, þ.e. einhvers staðar þar sem umgengni er lítil a.m.k. eftir að skyggja tekur, heldur rakst ég á "hlutinn" á lóðinni og undir gluggum við blokkarinnar þar sem ég bý. Það liggur því nokkuð beint við að ætla að einhver hafi losað sig við græjuna með því að henda henni út um glugga, en auðvitað getur verið að skýringin sé önnur og öðru vísi. Eðlilegast hefði auðvitað verið að taka þetta fyrrum drykkjarílát upp og henda því út í tunnu og það hefði ég að öllu jöfnu gert, en mér datt annað í hug í þetta skiptið. Ég myndaði "hlutinn" og gekk síðan mina leið. Síðan hef ég talið dagana sem hann "hluturinn" hefur legið óhreyfður við hlið gangstéttarinnar þar sem allir íbúar blokkarinnar ganga um.

 

Dagarnir uðu 10...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 317612
Samtals gestir: 34779
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:43:45
clockhere

Tenglar

Eldra efni