25.05.2009 13:24
Fullt hús á balli og góð mæting í gönguna
569. Fullt hús var á Siglfirðingaballi sem haldið var á Catalinu í Hamraborg í gærkvöldi. Margur rakst þar á sveitunga sína eftir langt hlé og það var mikið skrafað, skeggrætt og auðvitað stigin nokkur létt dansspor. Þegar líða tók á kvöldið stigu þau Selma, Kristbjörn og Birgir Eðvarðs á pall og tóku nokkra gamalkunna standarda eins og þeim er einum lagið. Það fór greinilega ekkert á milli mála að þau hafa stigið á pall einhvern tíma áður því þau skiluðu sínu með miklum sóma. Arna Rut Gunnlaugsdóttir (Gulla Sínu) var með myndavélina í skotstöðu allt kvöldið og eru meðfylgjandi myndir frá henni.
Selma ásamt Axel Einarssyni gítarleikara og þeim sem þetta ritar.
Kristbjörn.
Birgir.
-
Betur fór en á horfðist með veður þegar gengið var um Búrfellsgjá og á Búrfell og voru skilyrði með allra besta móti, ágæt mæting og frábær stemming meðal göngufólks, en gangan var farin að undilagi Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni.
Fleiri myndir bæði frá ballinu og gönguferðinni er að finna í myndaalbúmi en einnig á siglo.is