26.02.2010 12:19
Ný kynslóð Nígeríubréfa
617. Nígeríubréfin hafa nú tekið á sig nýja mynd með hjálp þýðingaforrita. Þau þróast eða þroskast í þeim tilgangi að ná betur til fórnarlamba sinna, en útkoman verður líka svolítið skondin í leiðinni vegna þeirra tæknilegu takmarkanna sem forritinu fylgir.
Slík forrit geta eflaust gagnast ágætlega sem hjálpartæki við vissar aðstæður, en þau eiga greinilega talsvert langt í land með að falla svo vel sé að íslensku málkerfi sem er ekki það einfaldasta í heimi.
Markmiðið virðist vera það að ná betur til vænlegri markhóps, t.d. þeirra sem eru illa mælandi á enska tungu og að öllum líkindum því minna menntaðir.
Ég fékk eina af þessum endurunnu sendingum með rafpóstinum.
"Halló,
Góður dagur, ég sakna Sarah Thomas, from Abidjan Cote d'Ivoire, Ég óska eftir að beiðni um aðstoð þína í áætlunum fjárfestingu mína í grunn þinn, ÉG vilja til að fjárfesta í framleiðslu og fasteignir stjórnun í grunn þinn, þetta er vegna þess að ég arf mikilvægt er frá seint í föður mínum Höfðingi Steve Thmas.
sem var eitur af félagi hans viðskipti í einni af outings þeirra til discuse um viðskipti.
Fyrir dauða föður mínum, gaf hann mér öll nauðsynleg lagaleg skjöl um afhendingu sjóðsins í bankanum, sem hann hefur vistað alger summa ($ 3,5) þrír million fimm hundred thousand Bandaríkin dollari aðeins í einn af banki hér í Fílabeinsströndin, var þetta fé verið afhent fyrir félagslegu öryggi mínu og ber ávöxt erlenda, ábendingar þínar og hugmyndir munu vera mjög litið. Nú leyfi mér að spyrja þessa nokkurra spurninga:
1. Getið þið hjálpað heiðarlega mér af hjarta þínu?
2. Get ég treysti fullkomlega þér?
3. Hvaða hlutfall af heildarfjölda fé verður appreciateable fyrir þig?
Vinsamlegast, íhuga þetta og koma aftur til mín eins fljótt og auðið er. Immedaitely Ég staðfesti vilja þínum, mun ég senda þér myndina mína og einnig gefa þér meiri upplýsingar um mig og bankinn þar seint á föður minn vörslu sjóðsins, þannig að þú getur náð í bankanum og staðfesta tilvist sjóðsins og því sjá er að trúa. Ég er að bíða strax svar þitt.
Bestu kveðjur
ungfrú Sarah Thomas¨"
Maður nokkur sem fékk sambærilegan póst og má sjá hér að ofan, ákvað að bregða á leik og gera svolítið at í sendandanum. Hann svaraði erindinu og lýsti yfir miklum áhuga sínum á að skoða það frekar. Ekki stóð á viðbrögðunum og í næsta bréfi var aðstæðum sendanda lýst enn átakalegri en áður, ákallið um hjálp var enn meira sannfærandi, en einnig var beðið um ýmsar upplýsingar s.s. símanúmer, heimilisfang og númer bankareiknings.
Ekki var svarandinn alveg á því að veita umbeðnar upplýsingar umyrðalaust, en eftir að hafa skipst á nokkrum tölvupóstum til viðbótar stingur hann hins vegar upp á því að báðir aðilar hittist á svonefndu Damtorgi sem er í Amsterdam í Hollandi. Þar muni verða gert út um viðskiptin og allir væntanlega græða og ganga sáttir frá borði.
Fundurinn á Damtorgi var ákveðinn tiltekinn dag og stund, en okkar maður setti nokkur skilyrði.
"Til að ég þekki þig úr fjöldanum og útiloka að um nokkurn misskilning eða mistök geti hugsanlega orðið að ræða, verðurðu að skera þig úr fjöldanum á mjög afgerandi hátt".
Jú það var auðvitað alveg rétt, ekki máttu verða nein mistök og það var líka til mikils að vinna.
"Vertu í gulum jakkafötum, með gult bindi en líka slaufu, og með hatt sem minnir á eitthvað matarkyns".
Lýsingin hljómaði þannig að þetta gæti orðið nokkuð skrautleg útfærsla. Tillagan var þó samþykkt, en með nokkrum semingi þó.
"Svo verður þú að ganga gæsagang um torgið, syngjandi þýska hergöngumarsa - á þýsku".
Nú var mótmælt og þetta síðasta var talið alveg út í hött, óþarft með öllu og auk þess kynni sendandi bréfsins enga þýsku.
Okkar maður gaf hins vegar engan afslátt á ítrustu kröfum sínum.
"Það er ekkert mál að skella sér á stutt námskeið í þýsku og svo vil ég líka vera alveg hundrað prósent viss".
Þetta var því samþykkt líka en með enn meiri tregðu krafan um búninginn.
Þegar stefnumótadagurinn rennur upp fer okkar maður á torgið og kemur sér þægilega fyrir á bekk með dagblað nokkru áður en sá guli átti að birtast.
Og á þeim tíma sem um hafði verið rætt hófst mikil skrautsýning á torginu sem stóð lengi, því okkar maður gerði að sjálfsögðu ekki vart við sig. Uppákoman vakti þó blendin viðbrögð hjá viðstöddum, því þýskir hergöngumarsar höfðu svo sem verið gengnir áður þarna yfir torgið. En búningur þess sem gjörninginn framdi þótti einstaklega litríkur og allrar athygli verður, einkum þó höfuðfatið. Dagblaðið kom hins vegar í góðar þarfir því okkar maður skýldi sér á bak við það og bókstaflega grét af hlátri.