19.04.2010 09:35

Gummi Ingólfs og Botnssúlur



626. Síðasta Siglóferð
sem var sú fjórða í röð undanfarið upp á fáeina daga og flesta virka, endaði með suðurferð sl. laugardag. Sú fimmta hefst í dag mánudag upp úr hádegi við annan mann og til stendur að vera næst á suðurleið nk. fimmtudagskvöld.


En að öðru...

Flestir kannast við að þegar farið er á milli staða, skapast stundum svolítið vandamál sem vissulega er reynt að leysa með ýmsum ráðum og eflaust misgóðum. Þarna er ég að tala um matarafgangana í ísskápnum sem maður tímir ekki að henda þega líður að brottför. Oftast er um að ræða einhverja smáskammta frá deginum áður, en einnig ýmis konar álegg og brauðmeti. Auðvitað er yfirleitt hægt að skutla þessu í frystinn, en stundum er bara búið að fylla þann kvóta og því ekkert pláss eftir á þeim ágæta stað. Svo er líka hægt að pakka öllu saman niður og taka með sér, en einhverra hluta vegna hef ég oftast nær orðið var við verulega takmarkaðan áhuga á slíkum sendingum á heimaslóðum. Ég prófaði því alveg splunkunýja aðferð að þessu sinni sem reyndist afar vel.

Ég hringdi í Guðmund Ingólfsson rafvirkja og bauð honum í kaffi og afgangavandamálið var þar með úr sögunni.

(Birt með góðfúslegu leyfi umrædds rafvirkja).



 

Á leiðinni suður sá ég Botnssúlur í alveg nýju ljósi þrátt fyrir að þær hafi auðvitað alltaf verið á sínum stað þegar ég hef ekið um Melasveitina, en þaðan er myndin tekin.

Það eru líklega birtuskilyrðin, litirnir og andstæðurnar sem spila saman lítið lag og opnuðu augu mín í þetta skipti.

Mér finnst þær alla vega óvenju flottar þarna...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317932
Samtals gestir: 34855
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:46:23
clockhere

Tenglar

Eldra efni