17.07.2010 04:43

Tiltekt á síðunni



638. Það er búið að standa til í talsverðan tíma
að taka til í tenglasafninu. Margir þeirra sem áður áttu ágæta spretti, hafa í raun yfirgefið bloggheima og snúið sér að "fésinu" eða þá einhverjum allt öðrum áhugamálum. Mánuðum saman er ég búinn að smella á sömu tenglana og sjá sömu "síðustu" færslurnar eða jafnvel tómar og lokaðar síður. Það er því alveg kominn timi á svolitla tiltekt og jafnvel þó fyrr hefði verið. Ég held þó lengi vel í þá veiku von að einhverjir átti sig á villu síns vegar og hrökkvi aftur í gírinn. Þess vegna set ég mörkin nokkuð rúm (að mínu mati) og miða við að ef ekkert hefur gerst sl. 12 mánuði tel ég síðuna af og skiptir þá engu hver á í hlut.




Það eru þó ekki allt í mínus og allir á hröðu undanhaldi, því fáeinir nýjir hafa líka bæst við. Nú síðast sérann á Sigló (Sigurður Ægisson) með nýja og spennandi síðu, svo og Jón Grunnvíkingur sem ég hef lengi ætlað mér að festa link við. Ég skil reyndar alls ekki af hverju ég var ekki búinn að því fyrir löngu síðan því hann er að gera mjög fína hluti, bæði í bloggheimum svo og auðvitað fyrir vestan á henni Ramónu sem stundum hefur líka komið við á Sigló.




Svo eru auðvitað allar ábendingar vel þegnar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477337
Samtals gestir: 52746
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 06:00:32
clockhere

Tenglar

Eldra efni